Innlent

Lítil kjörsókn framan af degi

Bjarki Ármannsson skrifar
Kjörsókn er heldur dræmari framan af degi í bæði Reykjavík og Akureyri en hún var í síðustu sveitastjórnarkosningum.
Kjörsókn er heldur dræmari framan af degi í bæði Reykjavík og Akureyri en hún var í síðustu sveitastjórnarkosningum. Vísir/Pjetur
Kjörsókn er heldur dræmari framan af degi í bæði Reykjavík og Akureyri en hún var í síðustu sveitastjórnarkosningum.

Samkvæmt yfirkjörstjórn Akureyrar mældist kjörsókn 2,49 prósent nú klukkan tíu en á sama tíma fyrir fjórum árum mældist hún 4,02 prósent.

Þá greinir vefur Reykjavíkurborgar frá því að klukkan tíu hafi 1427 manns greitt atkvæði, sem gerir 1,58 prósent kjörsókn. Samkvæmt vefnum höfðu á þessum tíma 1788 manns greitt atkvæði árið 2010 og 2045 manns árið 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×