Kjörsókn hamfarir fyrir lýðræðið í landinu Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 1. júní 2014 01:51 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur. „Þetta eru mjög dramatískar kosningar, þær eru allt öðruvísi heldur en við áttum von á. Kjörsóknin er auðvitað eitthvað það magnaðasta fall sem við höfum nokkurn tímann séð og lýsir einhverju óþoli sem við höfum aldrei nokkurn tímann upplifað áður í stjórnmálum á Íslandi,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur í viðtali við Vísi um stöðuna eftir síðustu tölur í Reykjavík.Hamfarir fyrir lýðræðið Eiríkur segir fallið í kjörsókninni hreinar hamfarir fyrir lýðræðið í landinu. „Ég held að það sé ekkert ofsagt að segja það. Við höfum aldrei séð svona áður, bara aldrei nokkurn tímann á Íslandi séð svona lagað í almennum kosningum.“ „Svo sjáum við náttúrulega að línurnar eru mjög breyttar frá skoðanakönnunum og það hefur auðvitað eitthvað með kjörsóknina að gera,“ segir Eiríkur.Framsókn á pari við popúlíska flokka „Framsóknarflokkurinn geysist fram á grundvelli andstöðunnar við múslima og bænahús þeirra, það er ekki neitt annað sem getur útskýrt þann uppgang. Í rauninni hefur framsóknarflokkurinn keypt þessi sæti því verði að vera álitinn flokkur á pari við svona suma þá popúlísku flokka sem að hafa náð álíka árangri í Evrópu.“ Hann sgir Samfylkinguna auðvitað vinna mikinn sigur en hún sé ekki að innleysa þann sigur sem stefndi í. „Sjálfstæðisflokkurinn er að vinna einhvers kona varnarsigur og það er líka mjög merkilegt að sjá Píratana falla - en það er auðvitað kosningaþátttakan sem útskýrir það.“„Maður var búinn að sjá það í könnunum í aðdraganda kosninga að þeir væru á mjög hraðri leið niður. Það kemur mér ekkert óvart að sjá það og það er ekkert úr takti við stjórnmálasögu íslands hvernig svona framboð þróast,“ segir Eiríkur um gengi flokkanna.Hvað gerist næst?„Ég myndi nú halda að augljósast yrði að meirihlutinn verði útvíkkaður til Vinstri grænna, held að það hljóti að verða svona fyrsta skref þannig að í sjálfu sér er ekki víst að þessar niðurstöður breyti endilega stjórninni í borginni mjög mikið en ég horfi fyrst og fremst á þátttökuna, mér finnst hún vera stóra fréttin í þessu máli. Við höfum aldrei séð svona áður, bara aldrei nokkurn tímann á Íslandi séð svona lagað í almennum kosningum. Af hverju: vantraust og óþol í garð stjórnmálamanna í landinu, stjórnmálamenn hafa ekki úthald, það náttúrulega var engin kosningabarátta, hún snerist um mál sem að menn hafa ekki mikinn áhuga á, ég hef ekki hitt marga sem hafa mikinn áhuga á staðsetningu bænahúsa, samt snerist kosningabaráttan um það. Menn ná einhvern veginn ekki út, held það hafi með margt að gera, fjölmiðlaflóran er svo ótrúlega breytt, erum í miklu margbreytilegri flóru heldur en var í eina tíð. Fyrir einhverju gátu menn sagt eitthvað í sjónvarpsviðtölum sem menn heyrðu af en núna er það fámennur hópur sem fylgist með. Ætli þetta séu ekki bara Netflix áhrifin einhvern veginn,“ segir Eiríkur að lokum. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
„Þetta eru mjög dramatískar kosningar, þær eru allt öðruvísi heldur en við áttum von á. Kjörsóknin er auðvitað eitthvað það magnaðasta fall sem við höfum nokkurn tímann séð og lýsir einhverju óþoli sem við höfum aldrei nokkurn tímann upplifað áður í stjórnmálum á Íslandi,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur í viðtali við Vísi um stöðuna eftir síðustu tölur í Reykjavík.Hamfarir fyrir lýðræðið Eiríkur segir fallið í kjörsókninni hreinar hamfarir fyrir lýðræðið í landinu. „Ég held að það sé ekkert ofsagt að segja það. Við höfum aldrei séð svona áður, bara aldrei nokkurn tímann á Íslandi séð svona lagað í almennum kosningum.“ „Svo sjáum við náttúrulega að línurnar eru mjög breyttar frá skoðanakönnunum og það hefur auðvitað eitthvað með kjörsóknina að gera,“ segir Eiríkur.Framsókn á pari við popúlíska flokka „Framsóknarflokkurinn geysist fram á grundvelli andstöðunnar við múslima og bænahús þeirra, það er ekki neitt annað sem getur útskýrt þann uppgang. Í rauninni hefur framsóknarflokkurinn keypt þessi sæti því verði að vera álitinn flokkur á pari við svona suma þá popúlísku flokka sem að hafa náð álíka árangri í Evrópu.“ Hann sgir Samfylkinguna auðvitað vinna mikinn sigur en hún sé ekki að innleysa þann sigur sem stefndi í. „Sjálfstæðisflokkurinn er að vinna einhvers kona varnarsigur og það er líka mjög merkilegt að sjá Píratana falla - en það er auðvitað kosningaþátttakan sem útskýrir það.“„Maður var búinn að sjá það í könnunum í aðdraganda kosninga að þeir væru á mjög hraðri leið niður. Það kemur mér ekkert óvart að sjá það og það er ekkert úr takti við stjórnmálasögu íslands hvernig svona framboð þróast,“ segir Eiríkur um gengi flokkanna.Hvað gerist næst?„Ég myndi nú halda að augljósast yrði að meirihlutinn verði útvíkkaður til Vinstri grænna, held að það hljóti að verða svona fyrsta skref þannig að í sjálfu sér er ekki víst að þessar niðurstöður breyti endilega stjórninni í borginni mjög mikið en ég horfi fyrst og fremst á þátttökuna, mér finnst hún vera stóra fréttin í þessu máli. Við höfum aldrei séð svona áður, bara aldrei nokkurn tímann á Íslandi séð svona lagað í almennum kosningum. Af hverju: vantraust og óþol í garð stjórnmálamanna í landinu, stjórnmálamenn hafa ekki úthald, það náttúrulega var engin kosningabarátta, hún snerist um mál sem að menn hafa ekki mikinn áhuga á, ég hef ekki hitt marga sem hafa mikinn áhuga á staðsetningu bænahúsa, samt snerist kosningabaráttan um það. Menn ná einhvern veginn ekki út, held það hafi með margt að gera, fjölmiðlaflóran er svo ótrúlega breytt, erum í miklu margbreytilegri flóru heldur en var í eina tíð. Fyrir einhverju gátu menn sagt eitthvað í sjónvarpsviðtölum sem menn heyrðu af en núna er það fámennur hópur sem fylgist með. Ætli þetta séu ekki bara Netflix áhrifin einhvern veginn,“ segir Eiríkur að lokum.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira