Innlent

Léleg kjörsókn afsprengi breyttra viðhorfa kjósenda

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur
Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur
Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, segir að dræma kjörsókn í sveitarstjórnarkosningunum víðsvegar um land megi að töluverðu leyti rekja til breyttra viðhorfa fólks til stjórnmála á Íslandi.

„Fólk telur sig ekki lengur einungis geta haft áhrif á kjördag,“ segir Stefanía Óskarsdóttir í samtali við Vísi og bætir við að kjósendur séu í meira mæli en áður farnir að senda dóm sinn meðan á kjörtímabilinu stendur.

Hún tók framkvæmdirnar við Hofsvallagötu máli sínu til stuðnings og þau viðbrögð sem þær vöktu meðal borgarbúa sem að lokum leiddi til þess að Reykjavíkurborg þurfti að draga þær að miklu leyti til baka.

Aðrar ástæður fyrir bágri kjörsókn í borginni telur Stefanía meðal annars vera þær að „dauft hafi verið yfir kosningabaráttunni“ í ár, þrátt fyrir töluvert havarí í kringum hugmyndir Sveinbjargar Birnu, oddvita Framsóknar og flugvallavina, um afturköllunar lóðar til Félags Múslima á Íslandi. Of mikið púður hafi farið í það mál sem skipti Reykvíkinga litlu máli þegar öllu væri á botninn hvolft.

Framboð í borginni voru einnig mörg í ár og telur Stefanía það einnig hafa getað dregið úr áhuga fólks á að kynna sér málefni flokkanna. Sumum hafi vaxið það verk í augum á meðan aðrir hafi jafnvel greint lítinn mun á milli framboðanna, ekki séð ástæðu til að gera upp á milli þeirra og ákveðið þess í stað að sitja heima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×