Ólafur: Eins og hver annar leikdagur Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júní 2014 12:00 Ólafur Kristjánsson stýrir Blikum í síðasta sinn í kvöld. Vísir/Daníel „Ég lít bara á þetta sem hvern annan leik, hvort sem þetta sé sá fyrsti eða síðasti,“ segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Vísi en hann stýrir Blikum í síðasta sinn í kvöld þegar liðið tekur á móti Stjörnunni á Kópvogsvelli í 6. umferð Pepsi-deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Pepsi-mörkin eru svo í beinu framhaldi klukkan 22.00. „Við erum í þröngri stöðu og þurfum að ná í sigur. Ég er ekki enn búinn að ná í sigur í deildinni og nú eru síðustu forvöð. Það er svona efst í huga mér núna. Ég hef ekki náð að fara yfir hitt,“ segir Ólafur en Blikar eru með þrjú stig í 11. sæti deildarinnar eftir fimm leiki.Blikar eru með þrjú stig og hafa ekki unnið leik.Vísir/StefánEkki fara á taugum Ólafur fær að kveðja sitt fólk á Kópvogsvelli í kvöld en hann hefur stýrt Breiðabliki síðan um mitt sumar 2006 og orðið Íslands- og bikarmeistari með liðið. „Það er gaman að fá að enda þar eða loksins að fá að spila á vellinum á þessu sumri. Maður hefur alltaf verið að spá í því hvernig þessi dagur yrði en svo rennur hann upp og þá er þetta bara eins og hver annar dagur. Maður klárar undirbúninginn snemma og bíður svo bara,“ segir Ólafur en hvað þarf Blikaliðið að gera til að vinna sinn fyrsta sigur í deildinni í kvöld? „Við þurfum að halda áfram að gera það sem hefur verið að batna í undanförnum leikjum. Þetta snýst um að hafa trú á það sem við erum að gera, vera með ís í maganum og fara ekki á taugum. Stjarnan er með gott sóknarlið þannig við þurfum að verjast vel. Svo þurfum við að halda áfram að skapa færi og nýta þau,“ segir Ólafur.Guðmundur Benediktsson tekur við Breiðabliki eftir kvöldið.Vísir/StefánFH fór í sömu æfingaferð Breiðablik gaf það út fyrir tímabilið að Ólafur myndi stýra liðinu í fyrstu sex leikjum deildarinnar áður en hann tæki við Nordsjælland í Danmörku. Nú þegar Blikum gengur jafnilla og raun ber vitni hefur umræðan mikið til snúist um hvort hann hefði átt að stíga strax til hliðar og láta Guðmund Benediktsson, eftirmann sinn, taka við liðinu. „Þessi umræða truflar mig ekkert en ég get haft skoðanir á henni. Ef liðið væri með fleiri stig og allt léki í lyndi væri umræðan öðruvísi og að sama skapi ef ég hefði hætt og Gummi væri með liðið núna í sömu stöðu,“ segir Ólafur. „Allar ákvarðanir sem teknar eru þegar þú ert að stjórna einhverju eru teknar út frá þeim upplýsingum sem liggja fyrir á þeim tíma. Það er ekki hægt að taka ákvarðanir byggðar á því sem mun gerast eftir þrjár vikur.“ „Menn mega hafa skoðanir á öllu. Einn sérfræðingurinn sagði um daginn að Breiðabliki gengi ekki vel núna því liðið fór í æfingaferð í febrúar. FH fór í sömu æfingaferð og hvar er það statt í töflunni? Ég er búinn að vera svo lengi í þessu að hvaða skoðun menn hafa skiptir mig engu máli,“ segir Ólafur. Ólafur fer á fullt í nýrri vinnu sinni hjá Nordsjælland á næstu dögum en hann hefur fengið andrými til að klára sitt starf hjá Breiðabliki. „Þeir vita að ég er með Blikaliðið og hafa gefið mér frið. Auðvitað höfum við rætt málin og ég er spurður álits á hinu og þessu en þarna er öflugt starfslið sem sér um hlutina. Ég get séð leikina og greint á og á fimmtudaginn fer ég upp á Skaga að skoða tvo Svía sem verða að spila með U21 árs landsliðinu þar,“ segir Ólafur Kristjánsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
„Ég lít bara á þetta sem hvern annan leik, hvort sem þetta sé sá fyrsti eða síðasti,“ segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Vísi en hann stýrir Blikum í síðasta sinn í kvöld þegar liðið tekur á móti Stjörnunni á Kópvogsvelli í 6. umferð Pepsi-deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 20.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Pepsi-mörkin eru svo í beinu framhaldi klukkan 22.00. „Við erum í þröngri stöðu og þurfum að ná í sigur. Ég er ekki enn búinn að ná í sigur í deildinni og nú eru síðustu forvöð. Það er svona efst í huga mér núna. Ég hef ekki náð að fara yfir hitt,“ segir Ólafur en Blikar eru með þrjú stig í 11. sæti deildarinnar eftir fimm leiki.Blikar eru með þrjú stig og hafa ekki unnið leik.Vísir/StefánEkki fara á taugum Ólafur fær að kveðja sitt fólk á Kópvogsvelli í kvöld en hann hefur stýrt Breiðabliki síðan um mitt sumar 2006 og orðið Íslands- og bikarmeistari með liðið. „Það er gaman að fá að enda þar eða loksins að fá að spila á vellinum á þessu sumri. Maður hefur alltaf verið að spá í því hvernig þessi dagur yrði en svo rennur hann upp og þá er þetta bara eins og hver annar dagur. Maður klárar undirbúninginn snemma og bíður svo bara,“ segir Ólafur en hvað þarf Blikaliðið að gera til að vinna sinn fyrsta sigur í deildinni í kvöld? „Við þurfum að halda áfram að gera það sem hefur verið að batna í undanförnum leikjum. Þetta snýst um að hafa trú á það sem við erum að gera, vera með ís í maganum og fara ekki á taugum. Stjarnan er með gott sóknarlið þannig við þurfum að verjast vel. Svo þurfum við að halda áfram að skapa færi og nýta þau,“ segir Ólafur.Guðmundur Benediktsson tekur við Breiðabliki eftir kvöldið.Vísir/StefánFH fór í sömu æfingaferð Breiðablik gaf það út fyrir tímabilið að Ólafur myndi stýra liðinu í fyrstu sex leikjum deildarinnar áður en hann tæki við Nordsjælland í Danmörku. Nú þegar Blikum gengur jafnilla og raun ber vitni hefur umræðan mikið til snúist um hvort hann hefði átt að stíga strax til hliðar og láta Guðmund Benediktsson, eftirmann sinn, taka við liðinu. „Þessi umræða truflar mig ekkert en ég get haft skoðanir á henni. Ef liðið væri með fleiri stig og allt léki í lyndi væri umræðan öðruvísi og að sama skapi ef ég hefði hætt og Gummi væri með liðið núna í sömu stöðu,“ segir Ólafur. „Allar ákvarðanir sem teknar eru þegar þú ert að stjórna einhverju eru teknar út frá þeim upplýsingum sem liggja fyrir á þeim tíma. Það er ekki hægt að taka ákvarðanir byggðar á því sem mun gerast eftir þrjár vikur.“ „Menn mega hafa skoðanir á öllu. Einn sérfræðingurinn sagði um daginn að Breiðabliki gengi ekki vel núna því liðið fór í æfingaferð í febrúar. FH fór í sömu æfingaferð og hvar er það statt í töflunni? Ég er búinn að vera svo lengi í þessu að hvaða skoðun menn hafa skiptir mig engu máli,“ segir Ólafur. Ólafur fer á fullt í nýrri vinnu sinni hjá Nordsjælland á næstu dögum en hann hefur fengið andrými til að klára sitt starf hjá Breiðabliki. „Þeir vita að ég er með Blikaliðið og hafa gefið mér frið. Auðvitað höfum við rætt málin og ég er spurður álits á hinu og þessu en þarna er öflugt starfslið sem sér um hlutina. Ég get séð leikina og greint á og á fimmtudaginn fer ég upp á Skaga að skoða tvo Svía sem verða að spila með U21 árs landsliðinu þar,“ segir Ólafur Kristjánsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira