Helgi Magnús gagnrýnir gagnrýni Hönnu Birnu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. nóvember 2014 18:20 Helgi segist ekki hafa upplifað gagnrýni á borð við þá sem kom frá Hönnu Birnu frá viðlíka aðila. Vísir / GVA Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sem sótti mál á hendur aðstoðarmanni innanríkisráðherra segir gagnrýni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur vegna lekamálsins minna hann á gagnrýni sakborninga í efnahagsbrotamálum. Hann var yfirmaður efnahagsbrotadeildar lögreglu fram til 2007. Þetta sagði hann í viðtali í Vikulokunum á Rás 1 í dag. „Nei. Það er stutta svarið,“ svaraði Helgi aðspurður hvort hann muni eftir viðlíka gagnrýni frá jafn valdamiklum aðila og ráðherra. „Maður þekkir þessa varnartaktík hjá sakborningum og verjendum í efnahagsbrotamálum. Það eru einstaklingar sem eru að verja sig úti í bæ og menn geta þá kannski auðveldar varist því.“ Helgi sagði það vera nýtt fyrir sér að kynnast þessu af hendi ráðherra. Í þættinum var Helgi spurður út í lýsingu Stefáns Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, af samskiptum sínum við innanríkisráðherra á meðan rannsókn málsins stóð yfir. Fram hefur komið í gögnum umboðsmanns Alþingis að Stefán hafi tilkynnt um samskiptin til saksóknara. Helgi segist sjálfur ekki hafa rætt við Stefán heldur hafi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari gert það. Helgi Magnús bendir á að Stefán hafi verið í erfiðri stöðu. Lögreglustjórar séu með skipun til fimm ára sem verður að endurnýja og að staðan sé auglýst. Sjá einnig: Atburðarásin í lekamálinu „Stefán er sómamaður og við vitum alveg hvernig þessi mál hafa æxlast síðan og ég efast ekkert um heilindi hans en þetta er ákaflega erfið staða fyrir mann að lenda í undir þessum kringumstæðum að yfirmaður hans, sem hefur öll hans ráð í hendi sér, skuli tala svona,“ sagði hann. „Ef við göngum út frá því að það sé, eins og ég býst nú við að það sé, rétt frá greint að þá er þetta ákaflega óheppilegt, ef við getum verið svolítið svona hófleg í yfirlýsingum.“ Helgi Magnús vildi ekki segja til um ástæður gagnrýni ráðherra á rannsókn lekamálsins en sagði augljóst hvaða áhrif hún hafi haft. „Ég meina, ég ætla nú kannski að fara mjög djúpt í það að greina tilgang ráðherra í þessu. Hvort þetta eru mistök eða reynsluleysi eða annað slíkt en ef að fólk horfir á þetta svona utanfrá þá hlýtur það náttúrulega að vera ljóst hvaða áhrif þetta hefur,“ sagði hann. Þegar hann var svo spurður hvort Hanna Birna hafi umgengist vald sitt með óeðlilegum hætti svaraði hann: „Ég svosem ætla ekki að fella dóm í því en fólk getur náttúrulega velt því fyrir sér.“ Alþingi Lekamálið Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Sjá meira
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sem sótti mál á hendur aðstoðarmanni innanríkisráðherra segir gagnrýni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur vegna lekamálsins minna hann á gagnrýni sakborninga í efnahagsbrotamálum. Hann var yfirmaður efnahagsbrotadeildar lögreglu fram til 2007. Þetta sagði hann í viðtali í Vikulokunum á Rás 1 í dag. „Nei. Það er stutta svarið,“ svaraði Helgi aðspurður hvort hann muni eftir viðlíka gagnrýni frá jafn valdamiklum aðila og ráðherra. „Maður þekkir þessa varnartaktík hjá sakborningum og verjendum í efnahagsbrotamálum. Það eru einstaklingar sem eru að verja sig úti í bæ og menn geta þá kannski auðveldar varist því.“ Helgi sagði það vera nýtt fyrir sér að kynnast þessu af hendi ráðherra. Í þættinum var Helgi spurður út í lýsingu Stefáns Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, af samskiptum sínum við innanríkisráðherra á meðan rannsókn málsins stóð yfir. Fram hefur komið í gögnum umboðsmanns Alþingis að Stefán hafi tilkynnt um samskiptin til saksóknara. Helgi segist sjálfur ekki hafa rætt við Stefán heldur hafi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari gert það. Helgi Magnús bendir á að Stefán hafi verið í erfiðri stöðu. Lögreglustjórar séu með skipun til fimm ára sem verður að endurnýja og að staðan sé auglýst. Sjá einnig: Atburðarásin í lekamálinu „Stefán er sómamaður og við vitum alveg hvernig þessi mál hafa æxlast síðan og ég efast ekkert um heilindi hans en þetta er ákaflega erfið staða fyrir mann að lenda í undir þessum kringumstæðum að yfirmaður hans, sem hefur öll hans ráð í hendi sér, skuli tala svona,“ sagði hann. „Ef við göngum út frá því að það sé, eins og ég býst nú við að það sé, rétt frá greint að þá er þetta ákaflega óheppilegt, ef við getum verið svolítið svona hófleg í yfirlýsingum.“ Helgi Magnús vildi ekki segja til um ástæður gagnrýni ráðherra á rannsókn lekamálsins en sagði augljóst hvaða áhrif hún hafi haft. „Ég meina, ég ætla nú kannski að fara mjög djúpt í það að greina tilgang ráðherra í þessu. Hvort þetta eru mistök eða reynsluleysi eða annað slíkt en ef að fólk horfir á þetta svona utanfrá þá hlýtur það náttúrulega að vera ljóst hvaða áhrif þetta hefur,“ sagði hann. Þegar hann var svo spurður hvort Hanna Birna hafi umgengist vald sitt með óeðlilegum hætti svaraði hann: „Ég svosem ætla ekki að fella dóm í því en fólk getur náttúrulega velt því fyrir sér.“
Alþingi Lekamálið Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Sjá meira