Rodgers: Við ætlum bara að njóta leiksins gegn City Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. apríl 2014 12:15 Brendan Rodgers segir pressuna á City. Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, segir meiri pressu á Manchester City en sitt lið fyrir stórleikinn næsta sunnudag þegar liðin eigast við á Anfield í Liverpool. Leikurinn er algjör lykilleikur í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn en Liverpool er á toppnum með 74 stig eftir 33 leiki. City er í þriðja sæti með 70 stig en á tvo leiki til góða. Chelsea er þar á milli með 72 stig eftir 33 leiki. „Við vitum að þetta er stórleikur en við höfum staðið okkur vel í stórleikjunum á þessu tímabili,“ sagði Rodgers eftir sigurinn á West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gær þar sem Steven Gerrard skoraði bæði mörk liðsins úr vítaspyrnum. „Manchester City fjárfesti til að vinna úrvalsdeildina og Meistaradeildina. Þeir verða á höttunum eftir góðum úrslitum á sunnudaginn en við ætlum bara að njóta leiksins,“ sagði Rodgers.Vincent Kompany, miðvörður og fyrirliði Manchester City, var gestur í þættinum Match of the Day á laugardagskvöldið en þar sagði hann Liverpool vera besta liðið sem hann hefur mætt á tímabilinu. Liverpool á engu að síður enn eftir að vinna City undir stjórn Rodgers. Liðin skildu jöfn, 2-2, í báðum leikjunum á síðasta tímabili og þegar þau mættust á öðru degi jóla á yfirstandandi leiktíð vann City, 2-1, á heimavelli. „Það er áhugavert að heyra Vincent segja þetta. Við áttum að vinna þá á útivelli fyrr á leiktíðinni og í fyrra. Við áttum einnig að vinna City á heimavelli í fyrra. Nú verðum við bara að vera óttalausir en samt virða mótherjann. Þetta snýst allt um okkur,“ segir Brendan Rodgers. Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool aftur á toppinn Liverpool lagði West Ham 2-1 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Steven Gerrard skaut Liverpool á toppinn á ný með tveimur vítaspyrnum. 6. apríl 2014 00:01 Misstirðu af mörkum helgarinnar? | Myndbönd Tuttugu og sjö mörk voru skoruð í níu leikjum í ensku úrvalsdeildinni um helgina og hægt er að sjá þau öll á Vísi. 7. apríl 2014 10:15 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Sjá meira
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, segir meiri pressu á Manchester City en sitt lið fyrir stórleikinn næsta sunnudag þegar liðin eigast við á Anfield í Liverpool. Leikurinn er algjör lykilleikur í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn en Liverpool er á toppnum með 74 stig eftir 33 leiki. City er í þriðja sæti með 70 stig en á tvo leiki til góða. Chelsea er þar á milli með 72 stig eftir 33 leiki. „Við vitum að þetta er stórleikur en við höfum staðið okkur vel í stórleikjunum á þessu tímabili,“ sagði Rodgers eftir sigurinn á West Ham í ensku úrvalsdeildinni í gær þar sem Steven Gerrard skoraði bæði mörk liðsins úr vítaspyrnum. „Manchester City fjárfesti til að vinna úrvalsdeildina og Meistaradeildina. Þeir verða á höttunum eftir góðum úrslitum á sunnudaginn en við ætlum bara að njóta leiksins,“ sagði Rodgers.Vincent Kompany, miðvörður og fyrirliði Manchester City, var gestur í þættinum Match of the Day á laugardagskvöldið en þar sagði hann Liverpool vera besta liðið sem hann hefur mætt á tímabilinu. Liverpool á engu að síður enn eftir að vinna City undir stjórn Rodgers. Liðin skildu jöfn, 2-2, í báðum leikjunum á síðasta tímabili og þegar þau mættust á öðru degi jóla á yfirstandandi leiktíð vann City, 2-1, á heimavelli. „Það er áhugavert að heyra Vincent segja þetta. Við áttum að vinna þá á útivelli fyrr á leiktíðinni og í fyrra. Við áttum einnig að vinna City á heimavelli í fyrra. Nú verðum við bara að vera óttalausir en samt virða mótherjann. Þetta snýst allt um okkur,“ segir Brendan Rodgers.
Enski boltinn Tengdar fréttir Liverpool aftur á toppinn Liverpool lagði West Ham 2-1 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Steven Gerrard skaut Liverpool á toppinn á ný með tveimur vítaspyrnum. 6. apríl 2014 00:01 Misstirðu af mörkum helgarinnar? | Myndbönd Tuttugu og sjö mörk voru skoruð í níu leikjum í ensku úrvalsdeildinni um helgina og hægt er að sjá þau öll á Vísi. 7. apríl 2014 10:15 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Sjá meira
Liverpool aftur á toppinn Liverpool lagði West Ham 2-1 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Steven Gerrard skaut Liverpool á toppinn á ný með tveimur vítaspyrnum. 6. apríl 2014 00:01
Misstirðu af mörkum helgarinnar? | Myndbönd Tuttugu og sjö mörk voru skoruð í níu leikjum í ensku úrvalsdeildinni um helgina og hægt er að sjá þau öll á Vísi. 7. apríl 2014 10:15