Erlent

Keppt í Tetris á 29 hæða háhýsi

Samúel Karl Ólason skrifar
Frank Lee, prófessor við Drexel háskóla í Philadelphia í Bandaríkjunum, fagnaði 30 ára afmæli Tetris leiksins, með því að bjóða fólki að spila leikinn með 29 hæða háhýsi sem skjá. Lee komst yfir aðgang að stýrikerfi LED ljósakerfis byggingarinnar.

Um 100 manns spiluðu leikinn og var tilgangur Lee ekki einungis að fagna afmæli Tetris, heldur einnig að koma íbúum Philadelphia saman í nokkrar klukkustundir.

„Tæknin hefur einangrað okkur hvert frá öðru,“ sagði hann við New York Times. Hann sagði einnig að hann vildi að fólk kæmi saman og spilaði við hvort annað.

Keppt var á tveimur hliðum hússins og þegar annar keppandi eyddi röðum á sinni hlið bættust raðirnar við á hinni hliðinni.

Hér má sjá frétt New York Times um atvikið ásamt viðtali við Frank Lee.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Lee stendur fyrir slíkri uppákomu, en í fyrra mun hana hafa skipulagt Pong leik á sama háhýsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×