Íslenskir yfirburðir í norsku úrvalsdeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. september 2014 06:00 Hjörtur Logi hefur verið duglegur að mata samherja sína. vísir/vilhelm Það er óhætt að segja að íslenskir leikmenn hafi gert það gott í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta á yfirstandandi tímabili. Eins og margoft hefur komið fram er Viðar Örn Kjartansson markahæsti leikmaður deildarinnar með 24 mörk í 22 leikjum. Selfyssingurinn, sem leikur með Vålerenga, á markakóngstitilinn vísan, en næsti maður á markalistanum, Alexander Søderlund, leikmaður Rosenborg, hefur skorað 13 mörk. Stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar er fyrrverandi samherji Søderlunds hjá FH, Hjörtur Logi Valgarðsson. Vinstri bakvörðurinn hefur lagt upp átta mörk í 20 leikjum fyrir Sogndal. Christian Grindheim, leikmaður Vålerenga, og Lillestrøm-maðurinn Petter Vaagan Moen hafa einnig átt átta stoðsendingar, en þeir hafa hins vegar spilað fleiri leiki (22 og 21) en Hjörtur sem hefur ekki leikið með íslenska landsliðinu frá því í nóvember 2012.Gullskórinn (nánast) tryggður Íslenskir framherjar hafa oft verið duglegir að skora í Noregi, en aldrei eins og Viðar í ár, en ef engar fótboltahamfarir eiga sér stað verður hann fyrsti Íslendingurinn til að vinna markakóngstitilinn í norsku úrvalsdeildinni. Íslenskir leikmenn hafa hins vegar þrisvar unnið silfurskóinn og bronsskóinn einu sinni. Árið 2000 varð Ríkharður Daðason næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar þegar hann skoraði 15 mörk í 23 leikjum fyrir Viking. Þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar það ár var einnig íslenskur, Tryggvi Guðmundsson, þáverandi leikmaður Tromsø. Hann skoraði einnig 15 mörk, en í fleiri leikjum en Ríkharður. Þetta er í eina skiptið sem tveir Íslendingar hafa verið á meðal þriggja markahæstu leikmanna norsku úrvalsdeildarinnar. Tveimur árum síðar tryggði Tryggvi sér silfurskóinn með 15 mörkum í 25 leikjum fyrir Stabæk. Og árið 2006 varð Veigar Páll Gunnarsson svo næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar þegar hann skoraði 18 mörk í 15 leikjum fyrir Stabæk, en fyrir árið í ár hafði enginn Íslendingur skorað jafn mörg mörk í norsku úrvalsdeildinni á einu tímabili.Listin að leggja upp Hjörtur yrði hins vegar ekki fyrsti íslenski leikmaðurinn til að eiga flestar stoðsendingar í norsku úrvalsdeildarinnar. Veigar Páll gaf til að mynda flestar stoðsendingar í deildinni tvö ár í röð, 2007 og 2008. Fyrra árið lagði hann upp 17 mörk, auk þess að skora 15, en aldrei hefur íslenskur leikmaður komið að jafn mörgum mörkum (32) í norsku úrvalsdeildinni á einu tímabili. Tímabilið á eftir lagði Garðbæingurinn upp 14 mörk til viðbótar við þau tíu mörk sem hann skoraði. Tímabilið 2010 gaf Veigar Páll svo næstflestar stoðsendingar í deildinni, eða tíu talsins. Aldamótaárið 2000 var gott fyrir Íslendinga í Noregi, en auk þess að vera númer tvö og þrjú á markalistanum gáfu Tryggvi og Ríkharður flestar stoðsendingar í deildinni. Íslensku landsliðsmennirnir lögðu báðir upp níu mörk og komu því að 24 mörkum hvor á tímabilinu. Þá lagði Steinþór Freyr Þorsteinsson, þáverandi leikmaður Sandnes Ulf, upp átta mörk árið 2012, en aðeins tveir leikmenn gáfu fleiri stoðsendingar það tímabilið. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Valur | Upphafsleikur Olís deildarinnar Handbolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjá meira
Það er óhætt að segja að íslenskir leikmenn hafi gert það gott í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta á yfirstandandi tímabili. Eins og margoft hefur komið fram er Viðar Örn Kjartansson markahæsti leikmaður deildarinnar með 24 mörk í 22 leikjum. Selfyssingurinn, sem leikur með Vålerenga, á markakóngstitilinn vísan, en næsti maður á markalistanum, Alexander Søderlund, leikmaður Rosenborg, hefur skorað 13 mörk. Stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar er fyrrverandi samherji Søderlunds hjá FH, Hjörtur Logi Valgarðsson. Vinstri bakvörðurinn hefur lagt upp átta mörk í 20 leikjum fyrir Sogndal. Christian Grindheim, leikmaður Vålerenga, og Lillestrøm-maðurinn Petter Vaagan Moen hafa einnig átt átta stoðsendingar, en þeir hafa hins vegar spilað fleiri leiki (22 og 21) en Hjörtur sem hefur ekki leikið með íslenska landsliðinu frá því í nóvember 2012.Gullskórinn (nánast) tryggður Íslenskir framherjar hafa oft verið duglegir að skora í Noregi, en aldrei eins og Viðar í ár, en ef engar fótboltahamfarir eiga sér stað verður hann fyrsti Íslendingurinn til að vinna markakóngstitilinn í norsku úrvalsdeildinni. Íslenskir leikmenn hafa hins vegar þrisvar unnið silfurskóinn og bronsskóinn einu sinni. Árið 2000 varð Ríkharður Daðason næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar þegar hann skoraði 15 mörk í 23 leikjum fyrir Viking. Þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar það ár var einnig íslenskur, Tryggvi Guðmundsson, þáverandi leikmaður Tromsø. Hann skoraði einnig 15 mörk, en í fleiri leikjum en Ríkharður. Þetta er í eina skiptið sem tveir Íslendingar hafa verið á meðal þriggja markahæstu leikmanna norsku úrvalsdeildarinnar. Tveimur árum síðar tryggði Tryggvi sér silfurskóinn með 15 mörkum í 25 leikjum fyrir Stabæk. Og árið 2006 varð Veigar Páll Gunnarsson svo næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar þegar hann skoraði 18 mörk í 15 leikjum fyrir Stabæk, en fyrir árið í ár hafði enginn Íslendingur skorað jafn mörg mörk í norsku úrvalsdeildinni á einu tímabili.Listin að leggja upp Hjörtur yrði hins vegar ekki fyrsti íslenski leikmaðurinn til að eiga flestar stoðsendingar í norsku úrvalsdeildarinnar. Veigar Páll gaf til að mynda flestar stoðsendingar í deildinni tvö ár í röð, 2007 og 2008. Fyrra árið lagði hann upp 17 mörk, auk þess að skora 15, en aldrei hefur íslenskur leikmaður komið að jafn mörgum mörkum (32) í norsku úrvalsdeildinni á einu tímabili. Tímabilið á eftir lagði Garðbæingurinn upp 14 mörk til viðbótar við þau tíu mörk sem hann skoraði. Tímabilið 2010 gaf Veigar Páll svo næstflestar stoðsendingar í deildinni, eða tíu talsins. Aldamótaárið 2000 var gott fyrir Íslendinga í Noregi, en auk þess að vera númer tvö og þrjú á markalistanum gáfu Tryggvi og Ríkharður flestar stoðsendingar í deildinni. Íslensku landsliðsmennirnir lögðu báðir upp níu mörk og komu því að 24 mörkum hvor á tímabilinu. Þá lagði Steinþór Freyr Þorsteinsson, þáverandi leikmaður Sandnes Ulf, upp átta mörk árið 2012, en aðeins tveir leikmenn gáfu fleiri stoðsendingar það tímabilið.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Valur | Upphafsleikur Olís deildarinnar Handbolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki