Erlent

Rússneski herinn æfir við landamæri Úkraínu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Yfirvöld varnamála í Rússlandi hafa fyrirskipað heræfingar við landamæri Úkraínum. Varnarmálaráðherra Rússlands segir þá neyðast til að bregðast við því að úkraínskir sérsveitamenn reyni að reka aðskilnaðarsinna frá bænum Sloviansk.

Til skotbardaga kom á milli hermanna og aðskilnaðarsinna í útjaðri bæjarins og að minnsta kosti einn lét lífið og einn særðist alvarlega. Þó liggja ekki fyrir miklar upplýsingar um bardagann.

Frá þessu er sagt á vef BBC.

Fréttaveita Interfax hefur eftir Sergei Sholgu, varnarmálaráðherra Rússlands, að ef her Úkraínu verði ekki stöðvaður, muni það leiða til þess að margir falli og særist í átökum í Úkraínu.

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, sagði í morgun að hernaðaraðgerðir Úkraínu, gegn eigin þegnum, muni hafa afleiðingar.

Starfandi forseti Úkraínu, Olexander Turchynov, kallar eftir því að Rússar dragi hermenn sína frá landamærum Úkraínu og hætti að reyna að kúga stjórnvöld í Kænugarði. Þau myndu ekki gefa eftir í baráttu við hryðjuverkamenn sem Rússland styðji.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×