Enski boltinn

Hjörvar: Balotelli er enginn Cantona

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mario Balotelli er við það að ganga í raðir Liverpool, en verðandi vistaskipti hans voru rædd í Messu kvöldsins á Stöð 2 Sport 2.

Guðmundur Benediktsson spurði Hjörvar Hafliðason hvaða áhrif koma hans mun hafa á Liverpool-liðið, og það stóð ekki á svari.

„Ég held að Brendan telja þetta vera Cantona-kaupin sín,“ sagði Hjörvar. „Ég held bara satt best að segja að Mario Balotelli sé enginn EricCantona. Hann mun ekki hafa sömu áhrif á Liverpool og Cantona hafði á United.“

„Cantona breytti öllu hjá United, en Balotelli á ekki eftir að breyta neinu,“ sagði Hjörvar Hafliðason.

Umræðuna alla má sjá í spilaranum hér að ofan.

Auk þess að sýna alla leikina í ensku úrvalsdeildinni er Messan með Gumma Ben og Hjörvari Hafliða nú á dagskrá þrisvar sinnum í viku á Stöð 2 Sport 2. Á fimmtudögum eru helstu fréttapunktar vikunnar ræddir. Fáðu þér áskrift hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×