Erlent

Bílsprengja í Bagdað

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Dauðsföll í Írak hafa ekki verið fleiri síðan í blóðsúthellingunum 2006-08.
Dauðsföll í Írak hafa ekki verið fleiri síðan í blóðsúthellingunum 2006-08. Vísir/AFP
Bílsprengja á útimarkaði í Bagdað, höfuðborg Íraks, myrti tíu manns að sögn lögreglufulltrúa.

Samkvæmt yfirvöldum sprakk sprengjan á grænmetis- og ávaxtamarkaði í Sadr-hverfi höfuðborgarinnar. Auk þeirra sem létust voru 22 særðir og verslanir í nágrenni við sprengjustaðinn urðu fyrir talsverðum skemmdum.

Ekki er vitað að svo stöddu hvers sök verknaðurinn er.

Ofbeldi í Írak hefur aukist umtalsvert síðasta ár. Dauðsföll hafa ekki verið fleiri síðan í blóðsúthellingunum 2006-08.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×