Umfjöllun og viðtöl: Þór - Keflavík 0-0 | Markalaust í fjörugum leik Ólafur Haukur Tómasson skrifar 20. júlí 2014 00:01 Vísir/Daníel Keflavík og Þór gerðu markalaust jafntefli á Akureyri í dag í fjörugum leik. Leikurinn fór af stað af miklum krafti og hélst þannig út leikinn. Bæði lið spiluðu af hörku og kom mjög fljótt hiti í leikinn sem ágerðist eftir því sem leið á leikinn. Strax á 21. mínútu fóru Jóhann Helgi Hannesson framherji Þórs og Jonas Sandqvist markvörður Keflavíkur í baráttu um lausan bolta sem endaði með því að Jonas barði í bakið á Jóhanni Helga og var afar heppinn að sleppa bara með gult spjald fyrir atvikið. Bæði lið fengu ágætis færi í leiknum en leikmönnum brást bogalistin og markmenn beggja liða gerðu vel í að verja þau skot sem komu á markið. Á 67. mínútu fékk Ingi Freyr Hilmarsson leikmaður Þórs sitt seinna gula spjald fyrir brot á Bojan Stefáni Ljubicic við litla hrifningu heimamanna. Þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma fengu Keflvíkingar vítaspyrnu þegar Sandor Matus markvörður Þórs fór of seint í Hörð Sveinson framherja Keflavíkur. Hörður tók spyrnuna sjálfur en Sandor gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. Leikurinn endaði því með markalausu jafntefli sem mögulega bæði lið eru nokkuð ósátt með. Páll Viðar: Hundfúll að fá ekki þrjú stig„Nei! Ég er hundfúll með að fá ekki þrjú stig í leiknum í dag sem var það sem við lögðum upp með," sagði Páll Viðar aðspurður hvort að hann væri sáttur með stigið sem Þór fékk í dag. „Mér fannst allt benda til að við ættum að fara að taka þetta en það vantaði bara herslumunin og svo bætti það ekki líkur okkar á að fá þrjú stig nokkrar ákvarðanir dómara sem mér fannst út í hött." Ingi Freyr Hilmarsson leikmaður Þórs fékk að líta rauða spjaldið í leiknum þegar hann fékk sitt annað gula spjald og var Páll hundfúll með þá ákvörðun dómara sem og fleiri ákvarðanir sem hann tók í leiknum. „Þetta rauða spjald og hann gefur ekki rauða spjald þegar það er klafsað í næsta, einn í gegn og markmaður brýtur á honum, gefur sénsinn og hann klikkar þá dæmir hann víti - ekkert spjald? Jú það er rautt. Það eru fullt af svona atvikum sem ég kveiki ekki á en það er ekki það sem er skiptir máli, við fengum bara eitt stig í stað þriggja," sagði Páll afar ósáttur. Þór hefur nú haldið í hreinu í tveimur leikjum í röð og tekið fjögur af þeim sex stigum sem í boði eru. Páll er ánægður með lið sitt en segir þó að herslumuninn hafi vantað. „Ég er ánægður með Þórsliðið. Á móti kom að við náðum ekki að skora [þrátt fyrir að hafa haldið hreinu annan leikinn í röð] og vorum mikið að krossa fyrir en vantaði herslumuninn. Ég er ánægður með flest í Þórsliðinu og margt sem við getum byggt á," sagði Páll. „Ég sakna allra góðra leikmanna. Alltaf þegar þeir eru ekki með hvort sem þeir eru meiddir eða í öðrum verkefnum," sagði Páll þegar hann var spurður út í hvort liðið hafi saknað Shawn Nicklaw sem hefur verið happafengur fyrir Þórsliðið í sumar en hann er í landsliðserindum með Guam þessa dagana. Kristján: Hundfúll með hvernig Jonas bregst við„Það er mjög gott að fá eitt stig. Við eigum að fá þrjú miðað við frammistöðu. Strákarnir spiluðu þetta vel eins og við settum þetta upp. Við erum ánægðir með það en óánægðir með að klára ekki með sigri, við fáum færi og spilum vel en náðum ekki að nýta það," sagði Kristján eftir leikinn en hann var sáttur með spilamennsku sinna manna í dag. „Hún var alveg ágæt. Hann reynir að dæma en stundum var þetta fyrir dómarann eins og hann væri í leikskóla en mér fannst hann höndla þetta fínt. Það er alltaf eitthvað sem kemur upp á," svaraði Kristján aðspurður út í dómgæsluna í leiknum. Í byrjun leiks barði markvörður Keflavíkur í leikmann Þórs og var heppinn að uppskera aðeins gult spjald fyrir atvikið. Kristján var ósáttur með Jonas Sandqvist, markvörð sinn, og var ekki sáttur þegar hann virtist gefa í skyn að sínir menn hafi líka þurft að þola högg í leiknum. „Ég sá það og var hundfúll með það. Hann brást við áreiti frá leikmanni og það var eitthvað sem við töluðum mikið um að ætti ekki að gera. Ég er mjög óánægður með markmanninn en það bjargaðist. Ef við ætlum að telja upp einhver atvik þar sem var slegið þá erum við komin í mjög slæm mál, dómarinn dæmir leikinn ekki ég. Ef við ætlum að telja upp alla þá leikmenn sem voru lamdir þá skulum við aðeins fara að vara okkur," sagði Kristján heitur í hamsi. „Við þurfum kannski aðeins að fjölga á æfingum en það er ekkert stórt í pípunum eins og er," sagði Kristján aðspurður út í það hvort Keflavík ætlaði að gera eitthvað á leikmannamarkaðnum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Littler laug því að hann væri hættur Sport Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Keflavík og Þór gerðu markalaust jafntefli á Akureyri í dag í fjörugum leik. Leikurinn fór af stað af miklum krafti og hélst þannig út leikinn. Bæði lið spiluðu af hörku og kom mjög fljótt hiti í leikinn sem ágerðist eftir því sem leið á leikinn. Strax á 21. mínútu fóru Jóhann Helgi Hannesson framherji Þórs og Jonas Sandqvist markvörður Keflavíkur í baráttu um lausan bolta sem endaði með því að Jonas barði í bakið á Jóhanni Helga og var afar heppinn að sleppa bara með gult spjald fyrir atvikið. Bæði lið fengu ágætis færi í leiknum en leikmönnum brást bogalistin og markmenn beggja liða gerðu vel í að verja þau skot sem komu á markið. Á 67. mínútu fékk Ingi Freyr Hilmarsson leikmaður Þórs sitt seinna gula spjald fyrir brot á Bojan Stefáni Ljubicic við litla hrifningu heimamanna. Þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma fengu Keflvíkingar vítaspyrnu þegar Sandor Matus markvörður Þórs fór of seint í Hörð Sveinson framherja Keflavíkur. Hörður tók spyrnuna sjálfur en Sandor gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. Leikurinn endaði því með markalausu jafntefli sem mögulega bæði lið eru nokkuð ósátt með. Páll Viðar: Hundfúll að fá ekki þrjú stig„Nei! Ég er hundfúll með að fá ekki þrjú stig í leiknum í dag sem var það sem við lögðum upp með," sagði Páll Viðar aðspurður hvort að hann væri sáttur með stigið sem Þór fékk í dag. „Mér fannst allt benda til að við ættum að fara að taka þetta en það vantaði bara herslumunin og svo bætti það ekki líkur okkar á að fá þrjú stig nokkrar ákvarðanir dómara sem mér fannst út í hött." Ingi Freyr Hilmarsson leikmaður Þórs fékk að líta rauða spjaldið í leiknum þegar hann fékk sitt annað gula spjald og var Páll hundfúll með þá ákvörðun dómara sem og fleiri ákvarðanir sem hann tók í leiknum. „Þetta rauða spjald og hann gefur ekki rauða spjald þegar það er klafsað í næsta, einn í gegn og markmaður brýtur á honum, gefur sénsinn og hann klikkar þá dæmir hann víti - ekkert spjald? Jú það er rautt. Það eru fullt af svona atvikum sem ég kveiki ekki á en það er ekki það sem er skiptir máli, við fengum bara eitt stig í stað þriggja," sagði Páll afar ósáttur. Þór hefur nú haldið í hreinu í tveimur leikjum í röð og tekið fjögur af þeim sex stigum sem í boði eru. Páll er ánægður með lið sitt en segir þó að herslumuninn hafi vantað. „Ég er ánægður með Þórsliðið. Á móti kom að við náðum ekki að skora [þrátt fyrir að hafa haldið hreinu annan leikinn í röð] og vorum mikið að krossa fyrir en vantaði herslumuninn. Ég er ánægður með flest í Þórsliðinu og margt sem við getum byggt á," sagði Páll. „Ég sakna allra góðra leikmanna. Alltaf þegar þeir eru ekki með hvort sem þeir eru meiddir eða í öðrum verkefnum," sagði Páll þegar hann var spurður út í hvort liðið hafi saknað Shawn Nicklaw sem hefur verið happafengur fyrir Þórsliðið í sumar en hann er í landsliðserindum með Guam þessa dagana. Kristján: Hundfúll með hvernig Jonas bregst við„Það er mjög gott að fá eitt stig. Við eigum að fá þrjú miðað við frammistöðu. Strákarnir spiluðu þetta vel eins og við settum þetta upp. Við erum ánægðir með það en óánægðir með að klára ekki með sigri, við fáum færi og spilum vel en náðum ekki að nýta það," sagði Kristján eftir leikinn en hann var sáttur með spilamennsku sinna manna í dag. „Hún var alveg ágæt. Hann reynir að dæma en stundum var þetta fyrir dómarann eins og hann væri í leikskóla en mér fannst hann höndla þetta fínt. Það er alltaf eitthvað sem kemur upp á," svaraði Kristján aðspurður út í dómgæsluna í leiknum. Í byrjun leiks barði markvörður Keflavíkur í leikmann Þórs og var heppinn að uppskera aðeins gult spjald fyrir atvikið. Kristján var ósáttur með Jonas Sandqvist, markvörð sinn, og var ekki sáttur þegar hann virtist gefa í skyn að sínir menn hafi líka þurft að þola högg í leiknum. „Ég sá það og var hundfúll með það. Hann brást við áreiti frá leikmanni og það var eitthvað sem við töluðum mikið um að ætti ekki að gera. Ég er mjög óánægður með markmanninn en það bjargaðist. Ef við ætlum að telja upp einhver atvik þar sem var slegið þá erum við komin í mjög slæm mál, dómarinn dæmir leikinn ekki ég. Ef við ætlum að telja upp alla þá leikmenn sem voru lamdir þá skulum við aðeins fara að vara okkur," sagði Kristján heitur í hamsi. „Við þurfum kannski aðeins að fjölga á æfingum en það er ekkert stórt í pípunum eins og er," sagði Kristján aðspurður út í það hvort Keflavík ætlaði að gera eitthvað á leikmannamarkaðnum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Littler laug því að hann væri hættur Sport Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann