Umfjöllun og viðtöl: Þór - Keflavík 0-0 | Markalaust í fjörugum leik Ólafur Haukur Tómasson skrifar 20. júlí 2014 00:01 Vísir/Daníel Keflavík og Þór gerðu markalaust jafntefli á Akureyri í dag í fjörugum leik. Leikurinn fór af stað af miklum krafti og hélst þannig út leikinn. Bæði lið spiluðu af hörku og kom mjög fljótt hiti í leikinn sem ágerðist eftir því sem leið á leikinn. Strax á 21. mínútu fóru Jóhann Helgi Hannesson framherji Þórs og Jonas Sandqvist markvörður Keflavíkur í baráttu um lausan bolta sem endaði með því að Jonas barði í bakið á Jóhanni Helga og var afar heppinn að sleppa bara með gult spjald fyrir atvikið. Bæði lið fengu ágætis færi í leiknum en leikmönnum brást bogalistin og markmenn beggja liða gerðu vel í að verja þau skot sem komu á markið. Á 67. mínútu fékk Ingi Freyr Hilmarsson leikmaður Þórs sitt seinna gula spjald fyrir brot á Bojan Stefáni Ljubicic við litla hrifningu heimamanna. Þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma fengu Keflvíkingar vítaspyrnu þegar Sandor Matus markvörður Þórs fór of seint í Hörð Sveinson framherja Keflavíkur. Hörður tók spyrnuna sjálfur en Sandor gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. Leikurinn endaði því með markalausu jafntefli sem mögulega bæði lið eru nokkuð ósátt með. Páll Viðar: Hundfúll að fá ekki þrjú stig„Nei! Ég er hundfúll með að fá ekki þrjú stig í leiknum í dag sem var það sem við lögðum upp með," sagði Páll Viðar aðspurður hvort að hann væri sáttur með stigið sem Þór fékk í dag. „Mér fannst allt benda til að við ættum að fara að taka þetta en það vantaði bara herslumunin og svo bætti það ekki líkur okkar á að fá þrjú stig nokkrar ákvarðanir dómara sem mér fannst út í hött." Ingi Freyr Hilmarsson leikmaður Þórs fékk að líta rauða spjaldið í leiknum þegar hann fékk sitt annað gula spjald og var Páll hundfúll með þá ákvörðun dómara sem og fleiri ákvarðanir sem hann tók í leiknum. „Þetta rauða spjald og hann gefur ekki rauða spjald þegar það er klafsað í næsta, einn í gegn og markmaður brýtur á honum, gefur sénsinn og hann klikkar þá dæmir hann víti - ekkert spjald? Jú það er rautt. Það eru fullt af svona atvikum sem ég kveiki ekki á en það er ekki það sem er skiptir máli, við fengum bara eitt stig í stað þriggja," sagði Páll afar ósáttur. Þór hefur nú haldið í hreinu í tveimur leikjum í röð og tekið fjögur af þeim sex stigum sem í boði eru. Páll er ánægður með lið sitt en segir þó að herslumuninn hafi vantað. „Ég er ánægður með Þórsliðið. Á móti kom að við náðum ekki að skora [þrátt fyrir að hafa haldið hreinu annan leikinn í röð] og vorum mikið að krossa fyrir en vantaði herslumuninn. Ég er ánægður með flest í Þórsliðinu og margt sem við getum byggt á," sagði Páll. „Ég sakna allra góðra leikmanna. Alltaf þegar þeir eru ekki með hvort sem þeir eru meiddir eða í öðrum verkefnum," sagði Páll þegar hann var spurður út í hvort liðið hafi saknað Shawn Nicklaw sem hefur verið happafengur fyrir Þórsliðið í sumar en hann er í landsliðserindum með Guam þessa dagana. Kristján: Hundfúll með hvernig Jonas bregst við„Það er mjög gott að fá eitt stig. Við eigum að fá þrjú miðað við frammistöðu. Strákarnir spiluðu þetta vel eins og við settum þetta upp. Við erum ánægðir með það en óánægðir með að klára ekki með sigri, við fáum færi og spilum vel en náðum ekki að nýta það," sagði Kristján eftir leikinn en hann var sáttur með spilamennsku sinna manna í dag. „Hún var alveg ágæt. Hann reynir að dæma en stundum var þetta fyrir dómarann eins og hann væri í leikskóla en mér fannst hann höndla þetta fínt. Það er alltaf eitthvað sem kemur upp á," svaraði Kristján aðspurður út í dómgæsluna í leiknum. Í byrjun leiks barði markvörður Keflavíkur í leikmann Þórs og var heppinn að uppskera aðeins gult spjald fyrir atvikið. Kristján var ósáttur með Jonas Sandqvist, markvörð sinn, og var ekki sáttur þegar hann virtist gefa í skyn að sínir menn hafi líka þurft að þola högg í leiknum. „Ég sá það og var hundfúll með það. Hann brást við áreiti frá leikmanni og það var eitthvað sem við töluðum mikið um að ætti ekki að gera. Ég er mjög óánægður með markmanninn en það bjargaðist. Ef við ætlum að telja upp einhver atvik þar sem var slegið þá erum við komin í mjög slæm mál, dómarinn dæmir leikinn ekki ég. Ef við ætlum að telja upp alla þá leikmenn sem voru lamdir þá skulum við aðeins fara að vara okkur," sagði Kristján heitur í hamsi. „Við þurfum kannski aðeins að fjölga á æfingum en það er ekkert stórt í pípunum eins og er," sagði Kristján aðspurður út í það hvort Keflavík ætlaði að gera eitthvað á leikmannamarkaðnum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sjá meira
Keflavík og Þór gerðu markalaust jafntefli á Akureyri í dag í fjörugum leik. Leikurinn fór af stað af miklum krafti og hélst þannig út leikinn. Bæði lið spiluðu af hörku og kom mjög fljótt hiti í leikinn sem ágerðist eftir því sem leið á leikinn. Strax á 21. mínútu fóru Jóhann Helgi Hannesson framherji Þórs og Jonas Sandqvist markvörður Keflavíkur í baráttu um lausan bolta sem endaði með því að Jonas barði í bakið á Jóhanni Helga og var afar heppinn að sleppa bara með gult spjald fyrir atvikið. Bæði lið fengu ágætis færi í leiknum en leikmönnum brást bogalistin og markmenn beggja liða gerðu vel í að verja þau skot sem komu á markið. Á 67. mínútu fékk Ingi Freyr Hilmarsson leikmaður Þórs sitt seinna gula spjald fyrir brot á Bojan Stefáni Ljubicic við litla hrifningu heimamanna. Þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma fengu Keflvíkingar vítaspyrnu þegar Sandor Matus markvörður Þórs fór of seint í Hörð Sveinson framherja Keflavíkur. Hörður tók spyrnuna sjálfur en Sandor gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. Leikurinn endaði því með markalausu jafntefli sem mögulega bæði lið eru nokkuð ósátt með. Páll Viðar: Hundfúll að fá ekki þrjú stig„Nei! Ég er hundfúll með að fá ekki þrjú stig í leiknum í dag sem var það sem við lögðum upp með," sagði Páll Viðar aðspurður hvort að hann væri sáttur með stigið sem Þór fékk í dag. „Mér fannst allt benda til að við ættum að fara að taka þetta en það vantaði bara herslumunin og svo bætti það ekki líkur okkar á að fá þrjú stig nokkrar ákvarðanir dómara sem mér fannst út í hött." Ingi Freyr Hilmarsson leikmaður Þórs fékk að líta rauða spjaldið í leiknum þegar hann fékk sitt annað gula spjald og var Páll hundfúll með þá ákvörðun dómara sem og fleiri ákvarðanir sem hann tók í leiknum. „Þetta rauða spjald og hann gefur ekki rauða spjald þegar það er klafsað í næsta, einn í gegn og markmaður brýtur á honum, gefur sénsinn og hann klikkar þá dæmir hann víti - ekkert spjald? Jú það er rautt. Það eru fullt af svona atvikum sem ég kveiki ekki á en það er ekki það sem er skiptir máli, við fengum bara eitt stig í stað þriggja," sagði Páll afar ósáttur. Þór hefur nú haldið í hreinu í tveimur leikjum í röð og tekið fjögur af þeim sex stigum sem í boði eru. Páll er ánægður með lið sitt en segir þó að herslumuninn hafi vantað. „Ég er ánægður með Þórsliðið. Á móti kom að við náðum ekki að skora [þrátt fyrir að hafa haldið hreinu annan leikinn í röð] og vorum mikið að krossa fyrir en vantaði herslumuninn. Ég er ánægður með flest í Þórsliðinu og margt sem við getum byggt á," sagði Páll. „Ég sakna allra góðra leikmanna. Alltaf þegar þeir eru ekki með hvort sem þeir eru meiddir eða í öðrum verkefnum," sagði Páll þegar hann var spurður út í hvort liðið hafi saknað Shawn Nicklaw sem hefur verið happafengur fyrir Þórsliðið í sumar en hann er í landsliðserindum með Guam þessa dagana. Kristján: Hundfúll með hvernig Jonas bregst við„Það er mjög gott að fá eitt stig. Við eigum að fá þrjú miðað við frammistöðu. Strákarnir spiluðu þetta vel eins og við settum þetta upp. Við erum ánægðir með það en óánægðir með að klára ekki með sigri, við fáum færi og spilum vel en náðum ekki að nýta það," sagði Kristján eftir leikinn en hann var sáttur með spilamennsku sinna manna í dag. „Hún var alveg ágæt. Hann reynir að dæma en stundum var þetta fyrir dómarann eins og hann væri í leikskóla en mér fannst hann höndla þetta fínt. Það er alltaf eitthvað sem kemur upp á," svaraði Kristján aðspurður út í dómgæsluna í leiknum. Í byrjun leiks barði markvörður Keflavíkur í leikmann Þórs og var heppinn að uppskera aðeins gult spjald fyrir atvikið. Kristján var ósáttur með Jonas Sandqvist, markvörð sinn, og var ekki sáttur þegar hann virtist gefa í skyn að sínir menn hafi líka þurft að þola högg í leiknum. „Ég sá það og var hundfúll með það. Hann brást við áreiti frá leikmanni og það var eitthvað sem við töluðum mikið um að ætti ekki að gera. Ég er mjög óánægður með markmanninn en það bjargaðist. Ef við ætlum að telja upp einhver atvik þar sem var slegið þá erum við komin í mjög slæm mál, dómarinn dæmir leikinn ekki ég. Ef við ætlum að telja upp alla þá leikmenn sem voru lamdir þá skulum við aðeins fara að vara okkur," sagði Kristján heitur í hamsi. „Við þurfum kannski aðeins að fjölga á æfingum en það er ekkert stórt í pípunum eins og er," sagði Kristján aðspurður út í það hvort Keflavík ætlaði að gera eitthvað á leikmannamarkaðnum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sjá meira