Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - ÍBV 3-3 | ÍBV missti niður unninn leik Guðmundur Marinó Ingvarsson á KR-vellinum skrifar 21. september 2014 00:01 KR og ÍBV skildu jöfn 3-3 í hörku leik á KR-vellinum í Pepsí deild karla í fótbolta í dag. Leikmenn létu erfiðar aðstæður ekki slá sig út af laginu. Það var greinilegt í upphafi leiks að KR hafði að engu að keppa og að ÍBV væri að berjast fyrir sæti sínu í Pepsí deildinni. Leikmenn ÍBV börðust eins og ljón og létu finna verulega fyrir sér á meðan KR voru lengi að komast í takt við leikinn. Það var hávaða rok og setti vindurinn töluverðan svip á leikinn. Baráttan varð ofan á og lítið um fallegt spil lengi vel.Jonathan Glenn kom ÍBV yfir úr vítaspyrnu á 8. mínútu leiksins en Gary Martin jafnaði fyrri KR einni mínútu fyrir hálfleik eftir frábæra fyrirgjöf Hauks Heiðars Haukssonar. Staðan í hálfleik var 1-1. Glenn skoraði annað mark sitt á tíundu mínútu seinni hálfleiks og var það í glæsilegri kantinum. Gunnar Þorsteinsson gaf fyrirgjöf frá hægri á Glenn sem skoraði með föstu skoti eftir bakfallsspyrnu. Eitt af fallegustu mörkum sumarsins og það í rokinu. Gunnar Þorsteinsson skoraði sjálfur þriðja mark ÍBV þegar 22 mínútur voru eftir af leiknum og ÍBV virtist ætla að tryggja sér mikilvægan sigur en þá vaknaði KR. KR lék mjög vel síðustu tuttugu mínútur leiksins. Liðið sótti án afláts og pressaði hátt. KR-ingar fundu hungrið sem sárlega vantaði lengi vel. Gary Martin var fyrir leikinn með tveimur mörkum minna en Jonathan Glenn í baráttunni um markakóngstitilinn og hélt Martin í horfinu þegar hann minnkaði muninn tólf mínútum fyrir leikslok. Martin gerði allt hvað hann gat til að ná þriðja markinu en það var félagi hans í framlínunni Emil Atlason sem skoraði jöfnunarmarkið skömmu fyrir leikslok. KR komst nær því að tryggja sér sigurinn en ÍBV hélt stiginu sem gæti reynst mikilvægt þegar uppi verður staðið í byrjun október. ÍBV er í 8. sæti með 22 stig, fjórum stigum meira en Fram í 11. sætinu þegar tvær umferðir eru eftir af mótinu. KR er í þriðja sæti og ljóst að þar mun liðið ljúka leik í sumar. Óskar Örn: Ánægður með keyrsluna síðustu tuttugu„Það varð einhver vakning þegar við lentum 3-1 undir og þá fóru menn upp á tærnar og settum tempó í þetta. Við áttum að klára þennan leik eftir að við jöfnuðum,“ sagði Óskar Örn Hauksson leikmaður KR. „Þetta hefur vantað í sumar, keyrslu á þetta. Ég var ánægður með keyrsluna síðustu tuttugu mínútur leiksins. Ég er ánægður með jafntefli úr því sem komið var. „Veðrið var eins og það var en við erum búnir að tala um þetta og ætlum að klára þetta mót eins og menn. Við ætluðum að vinna þennan leik og erum ekki sáttir en að ná stigi eftir að lenda 3-1 undir þegar það eru tuttugu mínútur eftir, við tökum það með í næsta leik,“ sagði Óskar sem segir KR-inga ákveðna í að láta leikinn frá því fyrir tveimur árum ekki endurtaka sig þegar KR gafst hreinlega upp í síðustu umferðunum. „Þá drulluðum við upp á bak í lokin þegar það fjaraði undan titlinum hjá okkur. Við erum meðvitaðir um það og ætlum ekki að láta það gerast í ár.“ Sigurður Ragnar: Líður eins og við höfum tapað„Við vorum komnir í frábæra stöðu til að vinna leikinn. Okkur líður svolítið eins og við höfum tapað þó við höfum fengið eitt mjög mikilvægt stig í baráttunni,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari ÍBV. „Þegar maður er 3-1 yfir og það er langt liðið inn í seinni hálfleikinn þá vill maður auðvitað taka öll stigin. Því miður tókst það ekki. „Við erum mest að spá í okkur sjálfa og eigum tvo mjög erfiða leiki eftir sem við ætlum að nálgast sem úrslitaleiki og taka eins mörg stig og við getum. Vonandi dugar það til að við spilum í Pepsí deildinni næsta sumar. „Við viljum auðvitað enda sem efst í deildinni. Liðið lenti í sjötta sæti í fyrra og við eigum fulla möguleika á að ná því aftur. Hvert stig telur og sérstaklega þegar þú kemur á erfiðan útivöll eins og KR-völlinn,“ sagði Sigurður Ragnar sem notað enga skiptingu í dag þrátt fyrir að það lægi á liðinu er leið á seinni hálfleikinn. „Mér fannst liðið mitt spila það vel og mér fannst gott jafnvægi á liðinu en við misstum þetta aðeins í restina og þá setti KR okkur undir mjög mikla pressu. Það varð of auðvelt fyrir þá að gefa fyrirgjafir inn í boxið okkar. Við þurfum að fara betur yfir hvernig við verjumst því,“ sagði Sigurður Ragnar sem sparaði ekki lofið á annað mark Jonathan Glenn í leiknum. „Ég held að þetta sé mark ársins. Það var ótrúlega vel gert hjá Jonathan. Hann er að kóróna frábæra spilamennsku í sumar. Mér finnst þetta besti senter landsins. Ég sagði það strax frá byrjun þó það hafi ekki allir haft trú á því en hann er virkilega að sýna það, kominn með 12 mörk í deildinni og þrjú í bikarnum. „Það er frábært þegar hann skorar mörk en hann verður í banni í næsta leik og mun ekki skora þá en vonandi nær hann að setja fleiri í síðasta leiknum,“ sagði Sigurður Ragnar en Glenn á tvö mörk á næstu menn í baráttunni um markakóngstitilinn. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira
KR og ÍBV skildu jöfn 3-3 í hörku leik á KR-vellinum í Pepsí deild karla í fótbolta í dag. Leikmenn létu erfiðar aðstæður ekki slá sig út af laginu. Það var greinilegt í upphafi leiks að KR hafði að engu að keppa og að ÍBV væri að berjast fyrir sæti sínu í Pepsí deildinni. Leikmenn ÍBV börðust eins og ljón og létu finna verulega fyrir sér á meðan KR voru lengi að komast í takt við leikinn. Það var hávaða rok og setti vindurinn töluverðan svip á leikinn. Baráttan varð ofan á og lítið um fallegt spil lengi vel.Jonathan Glenn kom ÍBV yfir úr vítaspyrnu á 8. mínútu leiksins en Gary Martin jafnaði fyrri KR einni mínútu fyrir hálfleik eftir frábæra fyrirgjöf Hauks Heiðars Haukssonar. Staðan í hálfleik var 1-1. Glenn skoraði annað mark sitt á tíundu mínútu seinni hálfleiks og var það í glæsilegri kantinum. Gunnar Þorsteinsson gaf fyrirgjöf frá hægri á Glenn sem skoraði með föstu skoti eftir bakfallsspyrnu. Eitt af fallegustu mörkum sumarsins og það í rokinu. Gunnar Þorsteinsson skoraði sjálfur þriðja mark ÍBV þegar 22 mínútur voru eftir af leiknum og ÍBV virtist ætla að tryggja sér mikilvægan sigur en þá vaknaði KR. KR lék mjög vel síðustu tuttugu mínútur leiksins. Liðið sótti án afláts og pressaði hátt. KR-ingar fundu hungrið sem sárlega vantaði lengi vel. Gary Martin var fyrir leikinn með tveimur mörkum minna en Jonathan Glenn í baráttunni um markakóngstitilinn og hélt Martin í horfinu þegar hann minnkaði muninn tólf mínútum fyrir leikslok. Martin gerði allt hvað hann gat til að ná þriðja markinu en það var félagi hans í framlínunni Emil Atlason sem skoraði jöfnunarmarkið skömmu fyrir leikslok. KR komst nær því að tryggja sér sigurinn en ÍBV hélt stiginu sem gæti reynst mikilvægt þegar uppi verður staðið í byrjun október. ÍBV er í 8. sæti með 22 stig, fjórum stigum meira en Fram í 11. sætinu þegar tvær umferðir eru eftir af mótinu. KR er í þriðja sæti og ljóst að þar mun liðið ljúka leik í sumar. Óskar Örn: Ánægður með keyrsluna síðustu tuttugu„Það varð einhver vakning þegar við lentum 3-1 undir og þá fóru menn upp á tærnar og settum tempó í þetta. Við áttum að klára þennan leik eftir að við jöfnuðum,“ sagði Óskar Örn Hauksson leikmaður KR. „Þetta hefur vantað í sumar, keyrslu á þetta. Ég var ánægður með keyrsluna síðustu tuttugu mínútur leiksins. Ég er ánægður með jafntefli úr því sem komið var. „Veðrið var eins og það var en við erum búnir að tala um þetta og ætlum að klára þetta mót eins og menn. Við ætluðum að vinna þennan leik og erum ekki sáttir en að ná stigi eftir að lenda 3-1 undir þegar það eru tuttugu mínútur eftir, við tökum það með í næsta leik,“ sagði Óskar sem segir KR-inga ákveðna í að láta leikinn frá því fyrir tveimur árum ekki endurtaka sig þegar KR gafst hreinlega upp í síðustu umferðunum. „Þá drulluðum við upp á bak í lokin þegar það fjaraði undan titlinum hjá okkur. Við erum meðvitaðir um það og ætlum ekki að láta það gerast í ár.“ Sigurður Ragnar: Líður eins og við höfum tapað„Við vorum komnir í frábæra stöðu til að vinna leikinn. Okkur líður svolítið eins og við höfum tapað þó við höfum fengið eitt mjög mikilvægt stig í baráttunni,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari ÍBV. „Þegar maður er 3-1 yfir og það er langt liðið inn í seinni hálfleikinn þá vill maður auðvitað taka öll stigin. Því miður tókst það ekki. „Við erum mest að spá í okkur sjálfa og eigum tvo mjög erfiða leiki eftir sem við ætlum að nálgast sem úrslitaleiki og taka eins mörg stig og við getum. Vonandi dugar það til að við spilum í Pepsí deildinni næsta sumar. „Við viljum auðvitað enda sem efst í deildinni. Liðið lenti í sjötta sæti í fyrra og við eigum fulla möguleika á að ná því aftur. Hvert stig telur og sérstaklega þegar þú kemur á erfiðan útivöll eins og KR-völlinn,“ sagði Sigurður Ragnar sem notað enga skiptingu í dag þrátt fyrir að það lægi á liðinu er leið á seinni hálfleikinn. „Mér fannst liðið mitt spila það vel og mér fannst gott jafnvægi á liðinu en við misstum þetta aðeins í restina og þá setti KR okkur undir mjög mikla pressu. Það varð of auðvelt fyrir þá að gefa fyrirgjafir inn í boxið okkar. Við þurfum að fara betur yfir hvernig við verjumst því,“ sagði Sigurður Ragnar sem sparaði ekki lofið á annað mark Jonathan Glenn í leiknum. „Ég held að þetta sé mark ársins. Það var ótrúlega vel gert hjá Jonathan. Hann er að kóróna frábæra spilamennsku í sumar. Mér finnst þetta besti senter landsins. Ég sagði það strax frá byrjun þó það hafi ekki allir haft trú á því en hann er virkilega að sýna það, kominn með 12 mörk í deildinni og þrjú í bikarnum. „Það er frábært þegar hann skorar mörk en hann verður í banni í næsta leik og mun ekki skora þá en vonandi nær hann að setja fleiri í síðasta leiknum,“ sagði Sigurður Ragnar en Glenn á tvö mörk á næstu menn í baráttunni um markakóngstitilinn.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Sjá meira