Niðurstöðuna má sjá hér fyrir neðan en í sex stöðum er það mat Þorvaldar að FH eigi betri kostinn en Stjarnan í fjórum stöðum. Hann gat ekki þó gert upp á milli Atla Guðnasonar og Veigars Páls Gunnarssonar en taldi breidd FH-inga meiri og að Heimir Guðjónsson hafi vinninginn fram yfir Rúnar Pál Sigmundsson.
Leikurinn hefst klukkan 16.00 í dag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
