Vill að fleiri fangar fái að afplána heima Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 14. júlí 2014 08:00 Ómar Örn með ökklabandið Þetta tæki sparar samfélaginu nokkra fúlgu og bætir aðstæður þeirra sem hafa afvegaleiðst í réttarríkinu. Fréttablaðið/Daníel „Þetta hefur gengið alveg glimrandi og ég á von á því að þetta verði rýmkað frekar,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. Í október 2011 tók gildi breyting á lögum um fullnustu refsinga sem gerði föngum kleift að afplána síðasta hluta refsingar sinnar heima undir eftirliti. Í apríl 2012 var fyrsta ökklabandið fest á fanga og er forstjórinn svona líka ánægður með árangurinn. „Þetta sparar þjóðfélaginu náttúrulega heilmikið en svo er þetta bara eðlileg framþróun í þessum málefnum. Það bætir engan að vera innilokaður.“ Hann sér fyrir sér að nota megi álíka tækni í tilfellum þar sem fólk er í nálgunar- eða farbanni. Undir það tekur Ómar Örn Jónsson, framkvæmdastjóri markaðsmála hjá Öryggismiðstöðinni. „Þetta er notað í slíkum tilfellum erlendis og jafnvel þegar um kynferðisafbrotamenn er að ræða. Tæknin og þekkingin er til hérlendis þannig að hvað það varðar þá er ekkert því til fyrirstöðu að taka þetta upp hérlendis.“ Það er Öryggismiðstöðin sem leggur til ökklabandið og sér um viðhald þess en fangaverðir vakta fangana. Að sögn Páls eru nú um tíu fangar með slík bönd. Lögin virka þannig að sá sem hlotið hefur eins árs óskilorðsbundinn dóm getur afplánað síðasta mánuðinn undir þessu eftirliti. Sé dómurinn fimm ár getur hann afplánað fimm mánuði með þessum hætti og svo framvegis. Lengst er hægt að afplána átta mánuði ökklabundinn í samfélaginu. Skýr skilyrði eru fyrir því að nýta þetta úrræði. Til dæmis má fanginn ekki hafa brotið gegn börnum. Einnig má hann ekki eiga útistandandi mál hjá lögreglu, ákæruvaldi eða dómstólum. Ökklabandið gerir vörðum ekki kleift að sjá ferðir fangans en það nemur ef hann er á dvalarstað sínum á þeim tímum sem hann skuldbindur sig til að vera þar. Það er að segja um kvöldmatarleyti og svo frá ellefu að kvöldi (níu á helgarkvöldum) til sjö í aftureldingu. Fangar virðast sækja sífellt meira út í samfélagið. Til dæmis var á vorönn slegið aðsóknarmet þeirra í nám en 70 fangar eru nú í fjarnámi, þar af stunda fjórir háskólanám. Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
„Þetta hefur gengið alveg glimrandi og ég á von á því að þetta verði rýmkað frekar,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. Í október 2011 tók gildi breyting á lögum um fullnustu refsinga sem gerði föngum kleift að afplána síðasta hluta refsingar sinnar heima undir eftirliti. Í apríl 2012 var fyrsta ökklabandið fest á fanga og er forstjórinn svona líka ánægður með árangurinn. „Þetta sparar þjóðfélaginu náttúrulega heilmikið en svo er þetta bara eðlileg framþróun í þessum málefnum. Það bætir engan að vera innilokaður.“ Hann sér fyrir sér að nota megi álíka tækni í tilfellum þar sem fólk er í nálgunar- eða farbanni. Undir það tekur Ómar Örn Jónsson, framkvæmdastjóri markaðsmála hjá Öryggismiðstöðinni. „Þetta er notað í slíkum tilfellum erlendis og jafnvel þegar um kynferðisafbrotamenn er að ræða. Tæknin og þekkingin er til hérlendis þannig að hvað það varðar þá er ekkert því til fyrirstöðu að taka þetta upp hérlendis.“ Það er Öryggismiðstöðin sem leggur til ökklabandið og sér um viðhald þess en fangaverðir vakta fangana. Að sögn Páls eru nú um tíu fangar með slík bönd. Lögin virka þannig að sá sem hlotið hefur eins árs óskilorðsbundinn dóm getur afplánað síðasta mánuðinn undir þessu eftirliti. Sé dómurinn fimm ár getur hann afplánað fimm mánuði með þessum hætti og svo framvegis. Lengst er hægt að afplána átta mánuði ökklabundinn í samfélaginu. Skýr skilyrði eru fyrir því að nýta þetta úrræði. Til dæmis má fanginn ekki hafa brotið gegn börnum. Einnig má hann ekki eiga útistandandi mál hjá lögreglu, ákæruvaldi eða dómstólum. Ökklabandið gerir vörðum ekki kleift að sjá ferðir fangans en það nemur ef hann er á dvalarstað sínum á þeim tímum sem hann skuldbindur sig til að vera þar. Það er að segja um kvöldmatarleyti og svo frá ellefu að kvöldi (níu á helgarkvöldum) til sjö í aftureldingu. Fangar virðast sækja sífellt meira út í samfélagið. Til dæmis var á vorönn slegið aðsóknarmet þeirra í nám en 70 fangar eru nú í fjarnámi, þar af stunda fjórir háskólanám.
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira