Enski boltinn

Skrtel: Frábært og mikilvægt mark

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Martin Skrtel stangar boltann í netið.
Martin Skrtel stangar boltann í netið. vísir/getty
Slóvakinn Martin Skrtel kom Liverpool til bjargar gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni um helgina þegar hann skoraði jöfnunarmarkið með skalla eftir hornspyrnu í uppbótartíma.

Liverpool var betri aðilinn í leiknum og var mun meira með boltann, en er engu að síður án sigurs í fjórum síðustu leikjum sínum í úrvalsdeildinni.

„Auðvitað eru þetta vonbrigði því við vildum þrjú stig, en það sýnir karakter að skora jöfnunarmark svona seint í leiknum. Við börðumst og vildum fá eitthvað úr leiknum,“ segir Martin Skrtel.

Leikmenn Liverpool voru þokkalega sáttir með stigið gegn Arsenal en mjög ánægðir með frammistöðu liðsins. Skrtel er þeim sammála og telur að markið sitt geti komið liðinu almennilega af stað í deildinni.

„Þetta var frábært mark og virkilega mikilvægt fyrir okkur. Að fá stig voru verðlaun erfiðins og ég er ánægður fyrir mína hönd því ég var ekki búinn að skora á leiktíðinni,“ segir Skrtel.

„Markið og frammistaðan hjá okkur geta hjálpað liðinu að komast á rétta braut. Við höfum verið mikið gagnrýndir en vonandi getum við staðið okkur betur á seinni hluta leiktíðarinnar.“

Jöfnunarmarkið hjá Skrtel:

Tengdar fréttir

Lallana: Erum að komast í gang

Miðjumaður Liverpool bjartsýnn þrátt fyrir að liðið sé ekki búið að vinna í þremur leikjum í röð í úrvalsdeildinni.

Brendan Rodgers: Liverpool getur náð einu af fjórum efstu sætunum

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur enn fulla trú á því að liðið geti tryggt sér Meistaradeildarsæti á þessu tímabili þrátt fyrir mikla erfiðleika á fyrri hluta tímabilsins. Liverpool náði 2-2 jafntefli á móti Arsenal í gær eftir að hafa jafnað metin í uppbótartíma.

Óvissa um framtíð tólf varnarmanna á Anfield

Fullt af varnarmönnum gætu verið á leið frá Liverpool ef marka má samantekt The Telegraph í dag en þar er fjallað um hugsanlegar hreinsanir knattspyrnustjórans Brendan Rodgers næsta sumar.

Phil Neville: Flamini eins og rúðuþurrka

Phil Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og Everton, leikgreindi viðureign Liverpool og Arsenal fyrir BBC en liðin gerðu 2-2 jafntefli í æsispennandi leik á Anfield í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×