Innlent

Myndir frá björgunaraðgerðum Týs

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Þetta er í annað sinn á innan við viku sem áhöfnin bjargar stórum hópi flóttafólks á Miðjarðarhafi.
Þetta er í annað sinn á innan við viku sem áhöfnin bjargar stórum hópi flóttafólks á Miðjarðarhafi. vísir/landhelgisgæsla íslands
Áhöfn varðskipsins Týs bjargaði í gær 408 flóttamönnum af flutningaskipi sem staðsett var 165 sjómílum austur af Möltu. Neyðarboð bárust frá skipinu snemma í gærmorgun og var með aðstoð eftirlitsflugvéla mögulegt að staðsetja skipið. Var þá óskað eftir aðstoð Týs sem var skammt frá og kom varðskipið á staðinn um klukkan ellefu.

Sjá einnig: Áhöfnin á Tý bjargaði flóttamönnum

Fjórir varðskipsmenn fóru um borð til að kanna ástand flóttafólksins sem virtist þokkalegt.  Um átta klukkustundir tók að flytja fólkið yfir í Tý og spænskt rannsóknarskip með hraðbátum og lauk því verki seint í gærkvöld. Þetta er í annað skipti á innan við viku sem áhöfn varðskipsins bjargar stórum hópi flóttafólks á Miðjarðarhafi en fyrir helgi tók áhöfnin þátt í björgun 390 manns af öðru flutningaskipi.

Landhelgisgæsla Íslands sendi frá sér nú síðdegis myndir af björguninni en þær má sjá hér fyrir neðan.

vísir/landhelgisgæslan
vísir/landhelgisgæslan
vísir/landhelgisgæslan
vísir/landhelgisgæsla

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×