Varðskipið Týr tók þátt í björgun 300 flóttamanna í nótt Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. desember 2014 17:37 Frá björguninni. mynd/landhelgisgæslan Varðskipið Týr tók í nótt þátt í björgun þrjú hundruð flóttamanna af stjórnlausu flutningaskipi um 165 sjómílur austur af Sikiley. Eftirlitsflugvél frá ítölsku strandgæslunni flaug fram á skipið og fengust þá upplýsingar um fjölda flóttamanna um borð og að í hópnum væru bæði konur og börn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslu Íslands, en þar segir að hvorki matur né vatn hafi verið um borð í skipinu og því talið mikilvægt að flytja fólkið sem fyrst frá borði. Jafnframt segir að varðskipið Týr hafi verið staðsett í um það bil hundrað sjómílna fjarlægð og að því hafi samstundis verið siglt á vettvang. Einnig hafi verið óskað eftir aðstoð eftirlitsskips frá ítölsku strandgæslunni.Hvorki matur né vatn var um borð í skipinu og var því talið mikilvægt að flytja fólkið sem fyrst frá borði.mynd/Landhelgisgæsla íslandsFlutningaskip á svæðinu voru fyrst til björgunar og var tekin ákvörðun um að flytja flóttafólkið um borð í eitt flutningaskipanna. Týr sigldi til móts við skipið og þegar þau mættust fóru fjórir skipverjar af Tý yfir í flutningaskipið til að vera til aðstoðar og meta ástandið fólksins en tveir úr hópnum voru slasaðir. Í morgun kom ítalska varðskipið að Tý og flutningaskipinu, en til stóð að hefja flutning á flóttafólkinu frá flutningaskipinu yfir í ítalska varðskipið. Ekki gekk þó að flytja fólkið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, en slæmt sjólag var á svæðinu og voru aðstæður ekki taldar boðlegar að teknu tilliti til öryggi fólksins. Því var ákveðið að flutningaskipið myndi sigla með flóttafólkið til Catania á Sikiley í fylgd varðskipsins Týs en sex varðskipsmenn voru um borð í flutningaskipinu til að hlúa að flóttafólkinu þar til komið var til hafnar. Flutningaskipið lagðist að bryggju á Ítalíu seinni partinn í dag og var þá hafist handa við að flytja fólkið frá borði.Ekki gekk að flytja fólkið frá borði þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Því var siglt til Catania á Sikiley.mynd/landhelgisgæsla íslandsÍtalir hafa bjargað yfir 150 þúsund manns á rétt rúmu ári, en flóttamennirnir koma flestir frá Norður-Afríku. Um þar síðustu mánaðamót lauk aðgerð ítalska flotans sem kölluð var Mare Nostrum eftir að önnur ríki Evrópusambandsins neituðu að leggja sitt af mörkum í henni og hjálpa þeim að mæta þeim rekstrarkostnaði sem aðgerðinni fylgir. Kostnaðurinn nemur tæplega einum og hálfum milljarði íslenskra króna. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Varðskipið Týr tók í nótt þátt í björgun þrjú hundruð flóttamanna af stjórnlausu flutningaskipi um 165 sjómílur austur af Sikiley. Eftirlitsflugvél frá ítölsku strandgæslunni flaug fram á skipið og fengust þá upplýsingar um fjölda flóttamanna um borð og að í hópnum væru bæði konur og börn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslu Íslands, en þar segir að hvorki matur né vatn hafi verið um borð í skipinu og því talið mikilvægt að flytja fólkið sem fyrst frá borði. Jafnframt segir að varðskipið Týr hafi verið staðsett í um það bil hundrað sjómílna fjarlægð og að því hafi samstundis verið siglt á vettvang. Einnig hafi verið óskað eftir aðstoð eftirlitsskips frá ítölsku strandgæslunni.Hvorki matur né vatn var um borð í skipinu og var því talið mikilvægt að flytja fólkið sem fyrst frá borði.mynd/Landhelgisgæsla íslandsFlutningaskip á svæðinu voru fyrst til björgunar og var tekin ákvörðun um að flytja flóttafólkið um borð í eitt flutningaskipanna. Týr sigldi til móts við skipið og þegar þau mættust fóru fjórir skipverjar af Tý yfir í flutningaskipið til að vera til aðstoðar og meta ástandið fólksins en tveir úr hópnum voru slasaðir. Í morgun kom ítalska varðskipið að Tý og flutningaskipinu, en til stóð að hefja flutning á flóttafólkinu frá flutningaskipinu yfir í ítalska varðskipið. Ekki gekk þó að flytja fólkið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, en slæmt sjólag var á svæðinu og voru aðstæður ekki taldar boðlegar að teknu tilliti til öryggi fólksins. Því var ákveðið að flutningaskipið myndi sigla með flóttafólkið til Catania á Sikiley í fylgd varðskipsins Týs en sex varðskipsmenn voru um borð í flutningaskipinu til að hlúa að flóttafólkinu þar til komið var til hafnar. Flutningaskipið lagðist að bryggju á Ítalíu seinni partinn í dag og var þá hafist handa við að flytja fólkið frá borði.Ekki gekk að flytja fólkið frá borði þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Því var siglt til Catania á Sikiley.mynd/landhelgisgæsla íslandsÍtalir hafa bjargað yfir 150 þúsund manns á rétt rúmu ári, en flóttamennirnir koma flestir frá Norður-Afríku. Um þar síðustu mánaðamót lauk aðgerð ítalska flotans sem kölluð var Mare Nostrum eftir að önnur ríki Evrópusambandsins neituðu að leggja sitt af mörkum í henni og hjálpa þeim að mæta þeim rekstrarkostnaði sem aðgerðinni fylgir. Kostnaðurinn nemur tæplega einum og hálfum milljarði íslenskra króna.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira