Varðskipið Týr tók þátt í björgun 300 flóttamanna í nótt Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. desember 2014 17:37 Frá björguninni. mynd/landhelgisgæslan Varðskipið Týr tók í nótt þátt í björgun þrjú hundruð flóttamanna af stjórnlausu flutningaskipi um 165 sjómílur austur af Sikiley. Eftirlitsflugvél frá ítölsku strandgæslunni flaug fram á skipið og fengust þá upplýsingar um fjölda flóttamanna um borð og að í hópnum væru bæði konur og börn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslu Íslands, en þar segir að hvorki matur né vatn hafi verið um borð í skipinu og því talið mikilvægt að flytja fólkið sem fyrst frá borði. Jafnframt segir að varðskipið Týr hafi verið staðsett í um það bil hundrað sjómílna fjarlægð og að því hafi samstundis verið siglt á vettvang. Einnig hafi verið óskað eftir aðstoð eftirlitsskips frá ítölsku strandgæslunni.Hvorki matur né vatn var um borð í skipinu og var því talið mikilvægt að flytja fólkið sem fyrst frá borði.mynd/Landhelgisgæsla íslandsFlutningaskip á svæðinu voru fyrst til björgunar og var tekin ákvörðun um að flytja flóttafólkið um borð í eitt flutningaskipanna. Týr sigldi til móts við skipið og þegar þau mættust fóru fjórir skipverjar af Tý yfir í flutningaskipið til að vera til aðstoðar og meta ástandið fólksins en tveir úr hópnum voru slasaðir. Í morgun kom ítalska varðskipið að Tý og flutningaskipinu, en til stóð að hefja flutning á flóttafólkinu frá flutningaskipinu yfir í ítalska varðskipið. Ekki gekk þó að flytja fólkið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, en slæmt sjólag var á svæðinu og voru aðstæður ekki taldar boðlegar að teknu tilliti til öryggi fólksins. Því var ákveðið að flutningaskipið myndi sigla með flóttafólkið til Catania á Sikiley í fylgd varðskipsins Týs en sex varðskipsmenn voru um borð í flutningaskipinu til að hlúa að flóttafólkinu þar til komið var til hafnar. Flutningaskipið lagðist að bryggju á Ítalíu seinni partinn í dag og var þá hafist handa við að flytja fólkið frá borði.Ekki gekk að flytja fólkið frá borði þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Því var siglt til Catania á Sikiley.mynd/landhelgisgæsla íslandsÍtalir hafa bjargað yfir 150 þúsund manns á rétt rúmu ári, en flóttamennirnir koma flestir frá Norður-Afríku. Um þar síðustu mánaðamót lauk aðgerð ítalska flotans sem kölluð var Mare Nostrum eftir að önnur ríki Evrópusambandsins neituðu að leggja sitt af mörkum í henni og hjálpa þeim að mæta þeim rekstrarkostnaði sem aðgerðinni fylgir. Kostnaðurinn nemur tæplega einum og hálfum milljarði íslenskra króna. Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Sjá meira
Varðskipið Týr tók í nótt þátt í björgun þrjú hundruð flóttamanna af stjórnlausu flutningaskipi um 165 sjómílur austur af Sikiley. Eftirlitsflugvél frá ítölsku strandgæslunni flaug fram á skipið og fengust þá upplýsingar um fjölda flóttamanna um borð og að í hópnum væru bæði konur og börn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslu Íslands, en þar segir að hvorki matur né vatn hafi verið um borð í skipinu og því talið mikilvægt að flytja fólkið sem fyrst frá borði. Jafnframt segir að varðskipið Týr hafi verið staðsett í um það bil hundrað sjómílna fjarlægð og að því hafi samstundis verið siglt á vettvang. Einnig hafi verið óskað eftir aðstoð eftirlitsskips frá ítölsku strandgæslunni.Hvorki matur né vatn var um borð í skipinu og var því talið mikilvægt að flytja fólkið sem fyrst frá borði.mynd/Landhelgisgæsla íslandsFlutningaskip á svæðinu voru fyrst til björgunar og var tekin ákvörðun um að flytja flóttafólkið um borð í eitt flutningaskipanna. Týr sigldi til móts við skipið og þegar þau mættust fóru fjórir skipverjar af Tý yfir í flutningaskipið til að vera til aðstoðar og meta ástandið fólksins en tveir úr hópnum voru slasaðir. Í morgun kom ítalska varðskipið að Tý og flutningaskipinu, en til stóð að hefja flutning á flóttafólkinu frá flutningaskipinu yfir í ítalska varðskipið. Ekki gekk þó að flytja fólkið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, en slæmt sjólag var á svæðinu og voru aðstæður ekki taldar boðlegar að teknu tilliti til öryggi fólksins. Því var ákveðið að flutningaskipið myndi sigla með flóttafólkið til Catania á Sikiley í fylgd varðskipsins Týs en sex varðskipsmenn voru um borð í flutningaskipinu til að hlúa að flóttafólkinu þar til komið var til hafnar. Flutningaskipið lagðist að bryggju á Ítalíu seinni partinn í dag og var þá hafist handa við að flytja fólkið frá borði.Ekki gekk að flytja fólkið frá borði þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Því var siglt til Catania á Sikiley.mynd/landhelgisgæsla íslandsÍtalir hafa bjargað yfir 150 þúsund manns á rétt rúmu ári, en flóttamennirnir koma flestir frá Norður-Afríku. Um þar síðustu mánaðamót lauk aðgerð ítalska flotans sem kölluð var Mare Nostrum eftir að önnur ríki Evrópusambandsins neituðu að leggja sitt af mörkum í henni og hjálpa þeim að mæta þeim rekstrarkostnaði sem aðgerðinni fylgir. Kostnaðurinn nemur tæplega einum og hálfum milljarði íslenskra króna.
Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Sjá meira