Varðskipið Týr tók þátt í björgun 300 flóttamanna í nótt Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. desember 2014 17:37 Frá björguninni. mynd/landhelgisgæslan Varðskipið Týr tók í nótt þátt í björgun þrjú hundruð flóttamanna af stjórnlausu flutningaskipi um 165 sjómílur austur af Sikiley. Eftirlitsflugvél frá ítölsku strandgæslunni flaug fram á skipið og fengust þá upplýsingar um fjölda flóttamanna um borð og að í hópnum væru bæði konur og börn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslu Íslands, en þar segir að hvorki matur né vatn hafi verið um borð í skipinu og því talið mikilvægt að flytja fólkið sem fyrst frá borði. Jafnframt segir að varðskipið Týr hafi verið staðsett í um það bil hundrað sjómílna fjarlægð og að því hafi samstundis verið siglt á vettvang. Einnig hafi verið óskað eftir aðstoð eftirlitsskips frá ítölsku strandgæslunni.Hvorki matur né vatn var um borð í skipinu og var því talið mikilvægt að flytja fólkið sem fyrst frá borði.mynd/Landhelgisgæsla íslandsFlutningaskip á svæðinu voru fyrst til björgunar og var tekin ákvörðun um að flytja flóttafólkið um borð í eitt flutningaskipanna. Týr sigldi til móts við skipið og þegar þau mættust fóru fjórir skipverjar af Tý yfir í flutningaskipið til að vera til aðstoðar og meta ástandið fólksins en tveir úr hópnum voru slasaðir. Í morgun kom ítalska varðskipið að Tý og flutningaskipinu, en til stóð að hefja flutning á flóttafólkinu frá flutningaskipinu yfir í ítalska varðskipið. Ekki gekk þó að flytja fólkið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, en slæmt sjólag var á svæðinu og voru aðstæður ekki taldar boðlegar að teknu tilliti til öryggi fólksins. Því var ákveðið að flutningaskipið myndi sigla með flóttafólkið til Catania á Sikiley í fylgd varðskipsins Týs en sex varðskipsmenn voru um borð í flutningaskipinu til að hlúa að flóttafólkinu þar til komið var til hafnar. Flutningaskipið lagðist að bryggju á Ítalíu seinni partinn í dag og var þá hafist handa við að flytja fólkið frá borði.Ekki gekk að flytja fólkið frá borði þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Því var siglt til Catania á Sikiley.mynd/landhelgisgæsla íslandsÍtalir hafa bjargað yfir 150 þúsund manns á rétt rúmu ári, en flóttamennirnir koma flestir frá Norður-Afríku. Um þar síðustu mánaðamót lauk aðgerð ítalska flotans sem kölluð var Mare Nostrum eftir að önnur ríki Evrópusambandsins neituðu að leggja sitt af mörkum í henni og hjálpa þeim að mæta þeim rekstrarkostnaði sem aðgerðinni fylgir. Kostnaðurinn nemur tæplega einum og hálfum milljarði íslenskra króna. Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Varðskipið Týr tók í nótt þátt í björgun þrjú hundruð flóttamanna af stjórnlausu flutningaskipi um 165 sjómílur austur af Sikiley. Eftirlitsflugvél frá ítölsku strandgæslunni flaug fram á skipið og fengust þá upplýsingar um fjölda flóttamanna um borð og að í hópnum væru bæði konur og börn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslu Íslands, en þar segir að hvorki matur né vatn hafi verið um borð í skipinu og því talið mikilvægt að flytja fólkið sem fyrst frá borði. Jafnframt segir að varðskipið Týr hafi verið staðsett í um það bil hundrað sjómílna fjarlægð og að því hafi samstundis verið siglt á vettvang. Einnig hafi verið óskað eftir aðstoð eftirlitsskips frá ítölsku strandgæslunni.Hvorki matur né vatn var um borð í skipinu og var því talið mikilvægt að flytja fólkið sem fyrst frá borði.mynd/Landhelgisgæsla íslandsFlutningaskip á svæðinu voru fyrst til björgunar og var tekin ákvörðun um að flytja flóttafólkið um borð í eitt flutningaskipanna. Týr sigldi til móts við skipið og þegar þau mættust fóru fjórir skipverjar af Tý yfir í flutningaskipið til að vera til aðstoðar og meta ástandið fólksins en tveir úr hópnum voru slasaðir. Í morgun kom ítalska varðskipið að Tý og flutningaskipinu, en til stóð að hefja flutning á flóttafólkinu frá flutningaskipinu yfir í ítalska varðskipið. Ekki gekk þó að flytja fólkið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, en slæmt sjólag var á svæðinu og voru aðstæður ekki taldar boðlegar að teknu tilliti til öryggi fólksins. Því var ákveðið að flutningaskipið myndi sigla með flóttafólkið til Catania á Sikiley í fylgd varðskipsins Týs en sex varðskipsmenn voru um borð í flutningaskipinu til að hlúa að flóttafólkinu þar til komið var til hafnar. Flutningaskipið lagðist að bryggju á Ítalíu seinni partinn í dag og var þá hafist handa við að flytja fólkið frá borði.Ekki gekk að flytja fólkið frá borði þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Því var siglt til Catania á Sikiley.mynd/landhelgisgæsla íslandsÍtalir hafa bjargað yfir 150 þúsund manns á rétt rúmu ári, en flóttamennirnir koma flestir frá Norður-Afríku. Um þar síðustu mánaðamót lauk aðgerð ítalska flotans sem kölluð var Mare Nostrum eftir að önnur ríki Evrópusambandsins neituðu að leggja sitt af mörkum í henni og hjálpa þeim að mæta þeim rekstrarkostnaði sem aðgerðinni fylgir. Kostnaðurinn nemur tæplega einum og hálfum milljarði íslenskra króna.
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira