Varði pyntingar CIA Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2014 21:36 John Brennan, yfirmaður CIA. Vísir/AP Yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna, John Brennan, sagði fjölmiðlum í kvöld að einhverjar pyntingar CIA hefðu verið „viðbjóðslegar“. Hins vegar sagði hann að pyntingarnar sem hófust eftir árásina á tvíburaturnana þann 11. september 2001, hefðu bjargað mannslífum. Brennan ávarpaði fjölmiðla vegna skýrslu bandaríska þingsins, þar sem pyntingarnar eru sagðar hafa verið grimmilegar og að þær hafi borið engan árangur. Hann sagði að sannarlega hafi einhverjir starfsmenn stofnunarinnar farið af sporinu hvað varðar pyntingarnar og að þeir hefðu þurft að taka afleiðingum gjörða sinna. Hins vegar sagði hann að CIA hafi gert margt rétt. Á þessum tíma hafi ástandið verið mjög óljóst og búist var við fleiri árásum frá al-Qaeda. Á vef BBC er haft eftir Brennan að pyntingar hafi komið í veg fyrir árásir, hjálpað Bandaríkjunum að handsama hryðjuverkamenn og bjargað mannslífum. Þó stendur í skýrslunni að aldrei hafi upplýsingar fengist með pyntingum, sem ekki hefði verið hægt að fá með öðrum leiðum. Þá segir einnig í skýrslunni að upplýsingar sem hafi fengist með pyntingum hafi ekki verið notaðar til að koma í veg fyrir árásir. Brennan sagði einnig að aðgerðir starfsmanna CIA hafi ekki verið ólöglegar. Þá sagði hann að ekki væri um pyntingar að ræða. Í skýrslunni kemur fram að fangar voru beittir svokölluðum vatnsbrettaaðferðum þar sem köldu vatni var hellt yfir andlit þeirra til að líkja eftir drukknunartilfinningu. Föngum var einnig haldið vakandi um langt skeið eða allt að 180 klukkustundir. Sameinuðu þjóðirnar og mannréttindasamtök hafa kallað eftir því að þeir starfsmenn CIA sem komu að pyntingum verði dregnir fyrir dómstóla. BBC segir þó að það sé ekki líklegt að það verði reynt. Tengdar fréttir Óttast hörð viðbrögð við nýrri CIA skýrslu Öryggisráðstafanir hafa verið hertar í sendiráðum og öðrum starfsstöðvum Bandaríkjastjórnar vítt og breitt um heiminn vegna þess að von er á nýrri skýrslu sem sögð er varpa ljósi á harkalegar yfirheyrsluaðferðir bandarísku leyniþjónustunnar CIA. 9. desember 2014 08:08 Leyniþjónusta Bandaríkjanna stundaði grimmilegar pyntingar Í skýrslu sem unnin er af Leyniþjónustunefnd öldungadeildar bandaríska þingsins segir að pyntingar CIA hafi verið árangurslausar. 9. desember 2014 18:42 Heitir því að rannsaka hversu margir Afganir voru pyntaðir Asraf Ghani, forseti Afganistan, gagnrýnir harðlega pyntingar leyniþjónustu Bandaríkjanna. 11. desember 2014 00:09 Vilja draga ráðamenn fyrir dóm Sameinuðu þjóðirnar og alþjóðleg mannréttindasamtök bregðast við pyntingaskýrslu bandarískrar þingnefndar með kröfum um að bæði æðstu ráðamenn Bandaríkjanna, yfirmenn bandarísku leyniþjónustunnar og aðrir leyniþjónustumenn verði sóttir til saka. 11. desember 2014 11:15 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna, John Brennan, sagði fjölmiðlum í kvöld að einhverjar pyntingar CIA hefðu verið „viðbjóðslegar“. Hins vegar sagði hann að pyntingarnar sem hófust eftir árásina á tvíburaturnana þann 11. september 2001, hefðu bjargað mannslífum. Brennan ávarpaði fjölmiðla vegna skýrslu bandaríska þingsins, þar sem pyntingarnar eru sagðar hafa verið grimmilegar og að þær hafi borið engan árangur. Hann sagði að sannarlega hafi einhverjir starfsmenn stofnunarinnar farið af sporinu hvað varðar pyntingarnar og að þeir hefðu þurft að taka afleiðingum gjörða sinna. Hins vegar sagði hann að CIA hafi gert margt rétt. Á þessum tíma hafi ástandið verið mjög óljóst og búist var við fleiri árásum frá al-Qaeda. Á vef BBC er haft eftir Brennan að pyntingar hafi komið í veg fyrir árásir, hjálpað Bandaríkjunum að handsama hryðjuverkamenn og bjargað mannslífum. Þó stendur í skýrslunni að aldrei hafi upplýsingar fengist með pyntingum, sem ekki hefði verið hægt að fá með öðrum leiðum. Þá segir einnig í skýrslunni að upplýsingar sem hafi fengist með pyntingum hafi ekki verið notaðar til að koma í veg fyrir árásir. Brennan sagði einnig að aðgerðir starfsmanna CIA hafi ekki verið ólöglegar. Þá sagði hann að ekki væri um pyntingar að ræða. Í skýrslunni kemur fram að fangar voru beittir svokölluðum vatnsbrettaaðferðum þar sem köldu vatni var hellt yfir andlit þeirra til að líkja eftir drukknunartilfinningu. Föngum var einnig haldið vakandi um langt skeið eða allt að 180 klukkustundir. Sameinuðu þjóðirnar og mannréttindasamtök hafa kallað eftir því að þeir starfsmenn CIA sem komu að pyntingum verði dregnir fyrir dómstóla. BBC segir þó að það sé ekki líklegt að það verði reynt.
Tengdar fréttir Óttast hörð viðbrögð við nýrri CIA skýrslu Öryggisráðstafanir hafa verið hertar í sendiráðum og öðrum starfsstöðvum Bandaríkjastjórnar vítt og breitt um heiminn vegna þess að von er á nýrri skýrslu sem sögð er varpa ljósi á harkalegar yfirheyrsluaðferðir bandarísku leyniþjónustunnar CIA. 9. desember 2014 08:08 Leyniþjónusta Bandaríkjanna stundaði grimmilegar pyntingar Í skýrslu sem unnin er af Leyniþjónustunefnd öldungadeildar bandaríska þingsins segir að pyntingar CIA hafi verið árangurslausar. 9. desember 2014 18:42 Heitir því að rannsaka hversu margir Afganir voru pyntaðir Asraf Ghani, forseti Afganistan, gagnrýnir harðlega pyntingar leyniþjónustu Bandaríkjanna. 11. desember 2014 00:09 Vilja draga ráðamenn fyrir dóm Sameinuðu þjóðirnar og alþjóðleg mannréttindasamtök bregðast við pyntingaskýrslu bandarískrar þingnefndar með kröfum um að bæði æðstu ráðamenn Bandaríkjanna, yfirmenn bandarísku leyniþjónustunnar og aðrir leyniþjónustumenn verði sóttir til saka. 11. desember 2014 11:15 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
Óttast hörð viðbrögð við nýrri CIA skýrslu Öryggisráðstafanir hafa verið hertar í sendiráðum og öðrum starfsstöðvum Bandaríkjastjórnar vítt og breitt um heiminn vegna þess að von er á nýrri skýrslu sem sögð er varpa ljósi á harkalegar yfirheyrsluaðferðir bandarísku leyniþjónustunnar CIA. 9. desember 2014 08:08
Leyniþjónusta Bandaríkjanna stundaði grimmilegar pyntingar Í skýrslu sem unnin er af Leyniþjónustunefnd öldungadeildar bandaríska þingsins segir að pyntingar CIA hafi verið árangurslausar. 9. desember 2014 18:42
Heitir því að rannsaka hversu margir Afganir voru pyntaðir Asraf Ghani, forseti Afganistan, gagnrýnir harðlega pyntingar leyniþjónustu Bandaríkjanna. 11. desember 2014 00:09
Vilja draga ráðamenn fyrir dóm Sameinuðu þjóðirnar og alþjóðleg mannréttindasamtök bregðast við pyntingaskýrslu bandarískrar þingnefndar með kröfum um að bæði æðstu ráðamenn Bandaríkjanna, yfirmenn bandarísku leyniþjónustunnar og aðrir leyniþjónustumenn verði sóttir til saka. 11. desember 2014 11:15