Vestfjarðavegur orðinn átta kílómetrum styttri Kristján Már Unnarsson skrifar 15. desember 2014 15:45 Gísli Eysteinsson, verkstjóri Suðurverks, við brúarstæðið í Mjóafirði í haust, áður en búið var að þvera fjörðinn. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.) Nýja brúin yfir Mjóafjörð inn af Kerlingarfirði í Austur-Barðastrandarsýslu var opnuð fyrir almenna umferð í dag. Þar með styttist Vestfjarðavegur um fjóra kílómetra til viðbótar við þá fjögurra kílómetra styttingu sem varð í september í haust þegar brúin yfir Kjálkafjörð var tekin í notkun. Um leið hafa vegfarendur losnað við tvo slæma vegarkafla sem lágu um botna fjarðanna, og unnu starfsmenn Suðurverks í dag við að loka gamla veginum um botn Mjóafjarðar. Þeir gera síðan hlé á störfum sínum fram yfir jól. Vegfarendur þurfa þó að aka með gát yfir Mjóafjörð því vinnu við fjarðarþverunina er ekki lokið, að sögn Gísla Eysteinssonar, verkstjóra Suðurverks. Eftir er að ljúka við að setja grjótvörn utan á vegfyllinguna og verður áfram unnið við það í janúar og febrúar.Þá verður slitlag á vegarkaflann yfir Mjóafjörð ekki lagt fyrr en næsta sumar. Í haust náðist að leggja slitlag á tíu kílómetra vegarkafla um Kjálkafjörð, Litlanes og utanverðan Kerlingarfjörð. Fyrir utan jarðgöng er þetta mesta vegagerð sem stendur yfir á Íslandi þessar mundir; að brúa firðina tvo og endurbyggja þjóðveginn um sunnanverða Vestfirði. Þegar verkinu lýkur mun 16 kílómetra nútímavegur með bundnu slitlagi leysa af 24 kílómetra malarveg á svæðinu milli Vatnsfjarðar og Skálmarfjarðar. Tengdar fréttir Vegur um Teigsskóg varla fyrr en árið 2019 Vegagerðin hyggst ekki óska eftir sérlögum frá Alþingi vegna vegagerðar um Teigsskóg en fer í staðinn fram á að eldra umhverfismat verði endurskoðað. 14. október 2014 13:45 Vegalengdin fjórfaldast þegar heiðarnar lokast Milljarðafjárfestingar í fiskeldi á Vestfjörðum nýtast ekki sem skyldi vegna erfiðra samgangna. 7. október 2014 20:30 Útlendingar aldrei séð aðra eins vegi Vondir vegir koma í veg fyrir að unnt sé að byggja upp heilsársferðaþjónustu á Vestfjörðum, segja eigendur Hótels Flókalundar, sem aðeins hafa opið yfir sumartímann. 28. júní 2014 19:45 Styttri leið og færri holur með brú yfir Kjálkafjörð Nýja brúin yfir Kjálkafjörð hefur verið opnuð umferð samtímis því sem tíu kílómetrar af bundnu slitlagi hafa bæst á þjóðveginn um sunnanverða Vestfirði. 30. september 2014 19:30 Mest lesið „Mikið af slæmum genum í landinu okkar“ Erlent Íbúakosning verður haldin í Hafnarfirði Innlent Orðinn „kokhraustur kvenhatari“ og tækifærissinni Innlent Skutu niður eigin dróna yfir Úkraínu Erlent Svikahrappurinn bjó í íbúð hinnar látnu í níu ár Innlent „Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Erlent Segir að verjast þurfi árásum á flugvöllinn með fullum hnefa Innlent Fylgdu eftir ábendingum um aðkomu undirheimanna Innlent Dómur yfir Alberti kveðinn upp á fimmtudag Innlent Úr óveðri í kröftugasta fellibyl ársins á sólarhring Erlent Fleiri fréttir Íbúakosning verður haldin í Hafnarfirði Segir að verjast þurfi árásum á flugvöllinn með fullum hnefa Búið að byrgja brunninn Lopabuxur og geitavesti á tískusýningu í sveitinni Nýir aðilar ráðast í uppbyggingu Vesturbugtar Formenn stjórnarflokkanna hljóti að ræða framhaldið Orðinn „kokhraustur kvenhatari“ og tækifærissinni Stjórnlaus ásókn í megrunarlyf og „árás“ á flugvöll Svikahrappurinn bjó í íbúð hinnar látnu í níu ár Dómur yfir Alberti kveðinn upp á fimmtudag Með ófullnægjandi hjálm þegar banaslys varð „Það er af og frá að ég hafi brotið lög“ Fjölmenntu í Aðalbyggingu HÍ og vilja svör frá rektor „Þingflokkur Pírata braut á mér“ Áfram lokuð þar sem viðgerðirnar undu upp á sig Spurð hvort hún ætli sér ekkert meira en kennarastarf Niðurstaða um Ölfusárbrú væntanleg í þessari viku Skaut hundinn sjálfur og fékk háa sekt Hætta að sekta fyrir notkun nagladekkja Svandís ræðir við hina formennina og ár af átökum fyrir botni Miðjarðarhafs Fylgdu eftir ábendingum um aðkomu undirheimanna Ræstu út mannskap til að kanna frágang fleiri brunna Afgerandi meirihluti með málstað Palestínumanna Ekki í belti og undir áhrifum þegar hann lést Skiptar skoðanir um umtalaða bókun við EES-samninginn Augljóst að ríkisstjórnarsamstarfið sé að nálgast leiðarlok Holan alls ekki eina slysagildran Skipti öllu máli að telja drykkina Segir ráðherra neita að afhenda gögn um bókun 35 Tveir handteknir í tengslum við slagsmál Sjá meira
Nýja brúin yfir Mjóafjörð inn af Kerlingarfirði í Austur-Barðastrandarsýslu var opnuð fyrir almenna umferð í dag. Þar með styttist Vestfjarðavegur um fjóra kílómetra til viðbótar við þá fjögurra kílómetra styttingu sem varð í september í haust þegar brúin yfir Kjálkafjörð var tekin í notkun. Um leið hafa vegfarendur losnað við tvo slæma vegarkafla sem lágu um botna fjarðanna, og unnu starfsmenn Suðurverks í dag við að loka gamla veginum um botn Mjóafjarðar. Þeir gera síðan hlé á störfum sínum fram yfir jól. Vegfarendur þurfa þó að aka með gát yfir Mjóafjörð því vinnu við fjarðarþverunina er ekki lokið, að sögn Gísla Eysteinssonar, verkstjóra Suðurverks. Eftir er að ljúka við að setja grjótvörn utan á vegfyllinguna og verður áfram unnið við það í janúar og febrúar.Þá verður slitlag á vegarkaflann yfir Mjóafjörð ekki lagt fyrr en næsta sumar. Í haust náðist að leggja slitlag á tíu kílómetra vegarkafla um Kjálkafjörð, Litlanes og utanverðan Kerlingarfjörð. Fyrir utan jarðgöng er þetta mesta vegagerð sem stendur yfir á Íslandi þessar mundir; að brúa firðina tvo og endurbyggja þjóðveginn um sunnanverða Vestfirði. Þegar verkinu lýkur mun 16 kílómetra nútímavegur með bundnu slitlagi leysa af 24 kílómetra malarveg á svæðinu milli Vatnsfjarðar og Skálmarfjarðar.
Tengdar fréttir Vegur um Teigsskóg varla fyrr en árið 2019 Vegagerðin hyggst ekki óska eftir sérlögum frá Alþingi vegna vegagerðar um Teigsskóg en fer í staðinn fram á að eldra umhverfismat verði endurskoðað. 14. október 2014 13:45 Vegalengdin fjórfaldast þegar heiðarnar lokast Milljarðafjárfestingar í fiskeldi á Vestfjörðum nýtast ekki sem skyldi vegna erfiðra samgangna. 7. október 2014 20:30 Útlendingar aldrei séð aðra eins vegi Vondir vegir koma í veg fyrir að unnt sé að byggja upp heilsársferðaþjónustu á Vestfjörðum, segja eigendur Hótels Flókalundar, sem aðeins hafa opið yfir sumartímann. 28. júní 2014 19:45 Styttri leið og færri holur með brú yfir Kjálkafjörð Nýja brúin yfir Kjálkafjörð hefur verið opnuð umferð samtímis því sem tíu kílómetrar af bundnu slitlagi hafa bæst á þjóðveginn um sunnanverða Vestfirði. 30. september 2014 19:30 Mest lesið „Mikið af slæmum genum í landinu okkar“ Erlent Íbúakosning verður haldin í Hafnarfirði Innlent Orðinn „kokhraustur kvenhatari“ og tækifærissinni Innlent Skutu niður eigin dróna yfir Úkraínu Erlent Svikahrappurinn bjó í íbúð hinnar látnu í níu ár Innlent „Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Erlent Segir að verjast þurfi árásum á flugvöllinn með fullum hnefa Innlent Fylgdu eftir ábendingum um aðkomu undirheimanna Innlent Dómur yfir Alberti kveðinn upp á fimmtudag Innlent Úr óveðri í kröftugasta fellibyl ársins á sólarhring Erlent Fleiri fréttir Íbúakosning verður haldin í Hafnarfirði Segir að verjast þurfi árásum á flugvöllinn með fullum hnefa Búið að byrgja brunninn Lopabuxur og geitavesti á tískusýningu í sveitinni Nýir aðilar ráðast í uppbyggingu Vesturbugtar Formenn stjórnarflokkanna hljóti að ræða framhaldið Orðinn „kokhraustur kvenhatari“ og tækifærissinni Stjórnlaus ásókn í megrunarlyf og „árás“ á flugvöll Svikahrappurinn bjó í íbúð hinnar látnu í níu ár Dómur yfir Alberti kveðinn upp á fimmtudag Með ófullnægjandi hjálm þegar banaslys varð „Það er af og frá að ég hafi brotið lög“ Fjölmenntu í Aðalbyggingu HÍ og vilja svör frá rektor „Þingflokkur Pírata braut á mér“ Áfram lokuð þar sem viðgerðirnar undu upp á sig Spurð hvort hún ætli sér ekkert meira en kennarastarf Niðurstaða um Ölfusárbrú væntanleg í þessari viku Skaut hundinn sjálfur og fékk háa sekt Hætta að sekta fyrir notkun nagladekkja Svandís ræðir við hina formennina og ár af átökum fyrir botni Miðjarðarhafs Fylgdu eftir ábendingum um aðkomu undirheimanna Ræstu út mannskap til að kanna frágang fleiri brunna Afgerandi meirihluti með málstað Palestínumanna Ekki í belti og undir áhrifum þegar hann lést Skiptar skoðanir um umtalaða bókun við EES-samninginn Augljóst að ríkisstjórnarsamstarfið sé að nálgast leiðarlok Holan alls ekki eina slysagildran Skipti öllu máli að telja drykkina Segir ráðherra neita að afhenda gögn um bókun 35 Tveir handteknir í tengslum við slagsmál Sjá meira
Vegur um Teigsskóg varla fyrr en árið 2019 Vegagerðin hyggst ekki óska eftir sérlögum frá Alþingi vegna vegagerðar um Teigsskóg en fer í staðinn fram á að eldra umhverfismat verði endurskoðað. 14. október 2014 13:45
Vegalengdin fjórfaldast þegar heiðarnar lokast Milljarðafjárfestingar í fiskeldi á Vestfjörðum nýtast ekki sem skyldi vegna erfiðra samgangna. 7. október 2014 20:30
Útlendingar aldrei séð aðra eins vegi Vondir vegir koma í veg fyrir að unnt sé að byggja upp heilsársferðaþjónustu á Vestfjörðum, segja eigendur Hótels Flókalundar, sem aðeins hafa opið yfir sumartímann. 28. júní 2014 19:45
Styttri leið og færri holur með brú yfir Kjálkafjörð Nýja brúin yfir Kjálkafjörð hefur verið opnuð umferð samtímis því sem tíu kílómetrar af bundnu slitlagi hafa bæst á þjóðveginn um sunnanverða Vestfirði. 30. september 2014 19:30