Vestfjarðavegur orðinn átta kílómetrum styttri Kristján Már Unnarsson skrifar 15. desember 2014 15:45 Gísli Eysteinsson, verkstjóri Suðurverks, við brúarstæðið í Mjóafirði í haust, áður en búið var að þvera fjörðinn. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.) Nýja brúin yfir Mjóafjörð inn af Kerlingarfirði í Austur-Barðastrandarsýslu var opnuð fyrir almenna umferð í dag. Þar með styttist Vestfjarðavegur um fjóra kílómetra til viðbótar við þá fjögurra kílómetra styttingu sem varð í september í haust þegar brúin yfir Kjálkafjörð var tekin í notkun. Um leið hafa vegfarendur losnað við tvo slæma vegarkafla sem lágu um botna fjarðanna, og unnu starfsmenn Suðurverks í dag við að loka gamla veginum um botn Mjóafjarðar. Þeir gera síðan hlé á störfum sínum fram yfir jól. Vegfarendur þurfa þó að aka með gát yfir Mjóafjörð því vinnu við fjarðarþverunina er ekki lokið, að sögn Gísla Eysteinssonar, verkstjóra Suðurverks. Eftir er að ljúka við að setja grjótvörn utan á vegfyllinguna og verður áfram unnið við það í janúar og febrúar.Þá verður slitlag á vegarkaflann yfir Mjóafjörð ekki lagt fyrr en næsta sumar. Í haust náðist að leggja slitlag á tíu kílómetra vegarkafla um Kjálkafjörð, Litlanes og utanverðan Kerlingarfjörð. Fyrir utan jarðgöng er þetta mesta vegagerð sem stendur yfir á Íslandi þessar mundir; að brúa firðina tvo og endurbyggja þjóðveginn um sunnanverða Vestfirði. Þegar verkinu lýkur mun 16 kílómetra nútímavegur með bundnu slitlagi leysa af 24 kílómetra malarveg á svæðinu milli Vatnsfjarðar og Skálmarfjarðar. Tengdar fréttir Vegur um Teigsskóg varla fyrr en árið 2019 Vegagerðin hyggst ekki óska eftir sérlögum frá Alþingi vegna vegagerðar um Teigsskóg en fer í staðinn fram á að eldra umhverfismat verði endurskoðað. 14. október 2014 13:45 Vegalengdin fjórfaldast þegar heiðarnar lokast Milljarðafjárfestingar í fiskeldi á Vestfjörðum nýtast ekki sem skyldi vegna erfiðra samgangna. 7. október 2014 20:30 Útlendingar aldrei séð aðra eins vegi Vondir vegir koma í veg fyrir að unnt sé að byggja upp heilsársferðaþjónustu á Vestfjörðum, segja eigendur Hótels Flókalundar, sem aðeins hafa opið yfir sumartímann. 28. júní 2014 19:45 Styttri leið og færri holur með brú yfir Kjálkafjörð Nýja brúin yfir Kjálkafjörð hefur verið opnuð umferð samtímis því sem tíu kílómetrar af bundnu slitlagi hafa bæst á þjóðveginn um sunnanverða Vestfirði. 30. september 2014 19:30 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira
Nýja brúin yfir Mjóafjörð inn af Kerlingarfirði í Austur-Barðastrandarsýslu var opnuð fyrir almenna umferð í dag. Þar með styttist Vestfjarðavegur um fjóra kílómetra til viðbótar við þá fjögurra kílómetra styttingu sem varð í september í haust þegar brúin yfir Kjálkafjörð var tekin í notkun. Um leið hafa vegfarendur losnað við tvo slæma vegarkafla sem lágu um botna fjarðanna, og unnu starfsmenn Suðurverks í dag við að loka gamla veginum um botn Mjóafjarðar. Þeir gera síðan hlé á störfum sínum fram yfir jól. Vegfarendur þurfa þó að aka með gát yfir Mjóafjörð því vinnu við fjarðarþverunina er ekki lokið, að sögn Gísla Eysteinssonar, verkstjóra Suðurverks. Eftir er að ljúka við að setja grjótvörn utan á vegfyllinguna og verður áfram unnið við það í janúar og febrúar.Þá verður slitlag á vegarkaflann yfir Mjóafjörð ekki lagt fyrr en næsta sumar. Í haust náðist að leggja slitlag á tíu kílómetra vegarkafla um Kjálkafjörð, Litlanes og utanverðan Kerlingarfjörð. Fyrir utan jarðgöng er þetta mesta vegagerð sem stendur yfir á Íslandi þessar mundir; að brúa firðina tvo og endurbyggja þjóðveginn um sunnanverða Vestfirði. Þegar verkinu lýkur mun 16 kílómetra nútímavegur með bundnu slitlagi leysa af 24 kílómetra malarveg á svæðinu milli Vatnsfjarðar og Skálmarfjarðar.
Tengdar fréttir Vegur um Teigsskóg varla fyrr en árið 2019 Vegagerðin hyggst ekki óska eftir sérlögum frá Alþingi vegna vegagerðar um Teigsskóg en fer í staðinn fram á að eldra umhverfismat verði endurskoðað. 14. október 2014 13:45 Vegalengdin fjórfaldast þegar heiðarnar lokast Milljarðafjárfestingar í fiskeldi á Vestfjörðum nýtast ekki sem skyldi vegna erfiðra samgangna. 7. október 2014 20:30 Útlendingar aldrei séð aðra eins vegi Vondir vegir koma í veg fyrir að unnt sé að byggja upp heilsársferðaþjónustu á Vestfjörðum, segja eigendur Hótels Flókalundar, sem aðeins hafa opið yfir sumartímann. 28. júní 2014 19:45 Styttri leið og færri holur með brú yfir Kjálkafjörð Nýja brúin yfir Kjálkafjörð hefur verið opnuð umferð samtímis því sem tíu kílómetrar af bundnu slitlagi hafa bæst á þjóðveginn um sunnanverða Vestfirði. 30. september 2014 19:30 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira
Vegur um Teigsskóg varla fyrr en árið 2019 Vegagerðin hyggst ekki óska eftir sérlögum frá Alþingi vegna vegagerðar um Teigsskóg en fer í staðinn fram á að eldra umhverfismat verði endurskoðað. 14. október 2014 13:45
Vegalengdin fjórfaldast þegar heiðarnar lokast Milljarðafjárfestingar í fiskeldi á Vestfjörðum nýtast ekki sem skyldi vegna erfiðra samgangna. 7. október 2014 20:30
Útlendingar aldrei séð aðra eins vegi Vondir vegir koma í veg fyrir að unnt sé að byggja upp heilsársferðaþjónustu á Vestfjörðum, segja eigendur Hótels Flókalundar, sem aðeins hafa opið yfir sumartímann. 28. júní 2014 19:45
Styttri leið og færri holur með brú yfir Kjálkafjörð Nýja brúin yfir Kjálkafjörð hefur verið opnuð umferð samtímis því sem tíu kílómetrar af bundnu slitlagi hafa bæst á þjóðveginn um sunnanverða Vestfirði. 30. september 2014 19:30