Erlent

Þrír handteknir í Ghent: Ekki talið tengjast hryðjuverkum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá vettvangi í Ghent í dag.
Frá vettvangi í Ghent í dag. Vísir/Getty
Þrír  menn eru nú í haldi lögreglunnar í Belgíu eftir að hafa haldið manni föngnum í íbúð í Ghent í dag.

Fyrr í dag fékk lögreglan tilkynningu um að nokkrir vopnaðir menn hefðu ráðist inn í íbúðina og var brugðist skjótt við ástandinu.

Þegar þungvopnaðir lögreglumenn fóru inn í íbúðina fundu þeir manninn sem þar býr óslasaðan. Ekki er ljóst hvort ráðist var á hann eða hann tekinn sem gísl, samkvæmt frétt Guardian.

Talsmaður lögreglunnar segir að búið sé að útiloka að málið tengist hryðjuverkum. Frekar er talið að það geti tengst eiturlyfjaviðskiptum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×