Erlent

Danir gera tilkall til norðurpólsins

Atli Ísleifsson skrifar
Kanadamenn og Rússar hafa þegar skilað inn gögnum þar sem þeir gera tilkall til svæða í kringum norðurpólinn.
Kanadamenn og Rússar hafa þegar skilað inn gögnum þar sem þeir gera tilkall til svæða í kringum norðurpólinn. Vísir/AFP
Dönsk stjórnvöld skiluðu í dag inn gögnum til Sameinuðu þjóðanna þar sem þau gera tilkall til stórs svæðis á norðurslóðum, þar á meðal svæðið í kringum sjálfan norðurpólinn.

Danir segja norðurpólinn vera hluti af landgrunni Grænlands og tilheyri því Danmörku samkvæmt hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Martin Lidegaard, utanríkisráðherra Danmerkur, segir gærdaginn hafa verið mjög mikilvægan og sögulegan í sögu Danmerkur

Breska ríkisútvarpið greinir frá því að dönsk sendinefnd hafi skilað þremur kössum af rannsóknargögnum til nefndar Sameinuðu þjóðanna þar sem tilkall er gert til um 895 þúsund ferkílómetra stórs svæðis.

Kanadamenn og Rússar gera einnig tilkall til svæðisins og hafa áður skilað inn rannsóknargögnum til Sameinuðu þjóðanna. Deilan snýst um Lomonosov-hrygginn svokallaða, um 1.800 kílómetra langan neðansjávarhrygg sem skiptir norðurslóðir í tvennt.

Þau ríki sem eiga strendur að Norður-Íshafi, það er Danmörk, Rússland, Noregur, Bandaríkin og Kanada, hafa þegar sammælst um að sérstök nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna muni úrskurða í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×