Erlent

Fyrsti kvenkyns biskup Englandskirkju

Samúel Karl Ólason skrifar
Libby Lane ásamt eiginmanni sínum, sem einnig er prestur.
Libby Lane ásamt eiginmanni sínum, sem einnig er prestur. Vísir/AFP
Englandskirkja tilkynnti í dag að presturinn Libby Lane verður biskup í Stockport. Lögum kirkjunnar var breytt fyrir mánuði síðan svo að konur gætu orðið biskupar. Þá var konum leyft að verða prestar fyrir tuttugu árum.

Í aldaraðir hafa eingöngu karlar leitt Englandskirkjuna. BBC hefur eftir Lane að dagurinn í dag sér merkilegur fyrir sig en sögulegur fyrir kirkjuna sjálfa.

„Þetta er óvænt og mjög spennandi,“ segir Libby Lane. „Þetta er mikill heiður og ég er þakklát fyrir að vera kölluð til að þjóna sem biskup í Stockport.“ Hún mun taka við embættinu þann 26. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×