Erlent

Hefur lent í því að fólk haldi að hann sé þjónn

Samúel Karl Ólason skrifar
Michelle og Barack Obama.
Michelle og Barack Obama. Vísir/AFP
„Það er ekki til einn svartur maður á mínum aldri sem hefur ekki komið út af veitingastað, er að bíða eftir bílnum sínum og einhver réttir honum lyklana sína,“ segir Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. „Já, það hefur komið fyrir mig.

Þetta sagði forsetinn þegar hann var ásamt eiginkonu sinni í viðtali við tímaritið People.

Michelle Obama sagði að maðurinn sinn hefði lent í því að eiga í erfiðum með að ná í leigubíl og að fólk hafi haldið að hann væri þjónn.

„Hann var í smóking á gala-kvöldverði og var beðinn um að sækja kaffi,“ segir Michelle. Hún var eitt sinn í opinberri heimsókn í stórverslun í Bandaríkjunum. Þá gekk upp að henni kona og bað hana um að hjálpa sér að ná vörum úr hillu, sú hélt að Michelle væri starfsmaður verslunarinnar.

Tilefni viðtalsins við People voru mótmæli sem haldin hafa verið víða um Bandaríkin gegn ofbeldi lögreglu gegn svörtu fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×