Afsögn sænsku ríkisstjórnarinnar eða nýjar kosningar í kortunum Atli Ísleifsson skrifar 3. desember 2014 11:54 Leiðtogar sænsku ríkisstjórnarflokkanna ræddu við fjölmiðla í gærkvöldi. Vísir/AFP Sænskir jafnaðarmenn hafa ákveðið að senda fjárlagafrumvarpið ekki aftur til umræðu í fjárlaganefnd þingsins. Þetta þýðir að sænska þingið mun greiða atkvæði um frumvarpið síðdegis í dag þar sem það verður væntanlega fellt. Fréttaskýrandi sænska ríkissjónvarpsins segir þó enn of snemmt að fullyrða hvort Stefan Löfven forsætisráðherra muni segja af sér embætti. Þrír möguleikar eru nú í stöðunni. Í fyrsta lagi getur ríkisstjórnin sagt af sér. Forseti þingsins myndi þá trúlega veita Löfven nýtt umboð til að mynda ríkisstjórn. Ný ríkisstjórn yrði þá líklegast mynduð, án aðkomu Græningja sem nú mynda minnihlutastjórn með jafnaðarmönnum. Einnig er möguleiki á að Anna Kinberg Batra, leiðtogi hægriflokksins Moderaterna, verði falið að mynda nýja stjórn.Annar möguleiki er að boða til nýrra kosninga. Löfven verður þó að bíða með slíkt til 29. desember þar sem ný ríkisstjórn verður að hafa setið í þrjá mánuði áður en heimilt er að boða til nýrra kosninga. Kosningar yrðu þá að fara fram innan þriggja mánaða, það er í síðasta lagi 29. mars. Síðasti möguleikinn er að núverandi ríkisstjórnin starfi áfram en samkvæmt fjárlagafrumvarpi bandalags borgaralegu flokkanna. Löfven hefur þegar hafnað þeim möguleika. Löfven mistókst að fá borgaralegu flokkana sem eru í stjórnarandstöðu á sænska þinginu til þess að fallast á frumvarp ríkisstjórnarinnar að fjárlögum. Þetta varð ljóst eftir fundarhöld í gærkvöldi og ætlar stjórnarandstaðan að kjósa frekar með eigin tillögum en í gær kom í ljós að Svíþjóðardemókratarnir neita að samþykkja fjárlögin. Tengdar fréttir Stjórnarkreppa yfirvofandi í Svíþjóð Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, mistókst að fá borgaralegu flokkana sem eru í stjórnarandstöðu á sænska þinginu til þess að fallast á frumvarp ríkisstjórnarinnar að fjárlögum. Þetta varð ljóst eftir fundarhöld í gærkvöldi og ætlar stjórnarandstaðan að kjósa frekar með eigin tillögum en í gær kom í ljós að Svíþjóðardemókratarnir neita að samþykkja fjárlögin. 3. desember 2014 08:02 Ríkisstjórn Löfvens berst fyrir lífi sínu Forystumenn Svíþjóðardemókrata tilkynntu nú fyrir stundu að þeir muni styðja fjárlagatillögu borgaralegu flokkanna, en til stóð að greiða atkvæði um frumvarpið í fyrramálið. 2. desember 2014 16:14 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Sænskir jafnaðarmenn hafa ákveðið að senda fjárlagafrumvarpið ekki aftur til umræðu í fjárlaganefnd þingsins. Þetta þýðir að sænska þingið mun greiða atkvæði um frumvarpið síðdegis í dag þar sem það verður væntanlega fellt. Fréttaskýrandi sænska ríkissjónvarpsins segir þó enn of snemmt að fullyrða hvort Stefan Löfven forsætisráðherra muni segja af sér embætti. Þrír möguleikar eru nú í stöðunni. Í fyrsta lagi getur ríkisstjórnin sagt af sér. Forseti þingsins myndi þá trúlega veita Löfven nýtt umboð til að mynda ríkisstjórn. Ný ríkisstjórn yrði þá líklegast mynduð, án aðkomu Græningja sem nú mynda minnihlutastjórn með jafnaðarmönnum. Einnig er möguleiki á að Anna Kinberg Batra, leiðtogi hægriflokksins Moderaterna, verði falið að mynda nýja stjórn.Annar möguleiki er að boða til nýrra kosninga. Löfven verður þó að bíða með slíkt til 29. desember þar sem ný ríkisstjórn verður að hafa setið í þrjá mánuði áður en heimilt er að boða til nýrra kosninga. Kosningar yrðu þá að fara fram innan þriggja mánaða, það er í síðasta lagi 29. mars. Síðasti möguleikinn er að núverandi ríkisstjórnin starfi áfram en samkvæmt fjárlagafrumvarpi bandalags borgaralegu flokkanna. Löfven hefur þegar hafnað þeim möguleika. Löfven mistókst að fá borgaralegu flokkana sem eru í stjórnarandstöðu á sænska þinginu til þess að fallast á frumvarp ríkisstjórnarinnar að fjárlögum. Þetta varð ljóst eftir fundarhöld í gærkvöldi og ætlar stjórnarandstaðan að kjósa frekar með eigin tillögum en í gær kom í ljós að Svíþjóðardemókratarnir neita að samþykkja fjárlögin.
Tengdar fréttir Stjórnarkreppa yfirvofandi í Svíþjóð Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, mistókst að fá borgaralegu flokkana sem eru í stjórnarandstöðu á sænska þinginu til þess að fallast á frumvarp ríkisstjórnarinnar að fjárlögum. Þetta varð ljóst eftir fundarhöld í gærkvöldi og ætlar stjórnarandstaðan að kjósa frekar með eigin tillögum en í gær kom í ljós að Svíþjóðardemókratarnir neita að samþykkja fjárlögin. 3. desember 2014 08:02 Ríkisstjórn Löfvens berst fyrir lífi sínu Forystumenn Svíþjóðardemókrata tilkynntu nú fyrir stundu að þeir muni styðja fjárlagatillögu borgaralegu flokkanna, en til stóð að greiða atkvæði um frumvarpið í fyrramálið. 2. desember 2014 16:14 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Stjórnarkreppa yfirvofandi í Svíþjóð Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, mistókst að fá borgaralegu flokkana sem eru í stjórnarandstöðu á sænska þinginu til þess að fallast á frumvarp ríkisstjórnarinnar að fjárlögum. Þetta varð ljóst eftir fundarhöld í gærkvöldi og ætlar stjórnarandstaðan að kjósa frekar með eigin tillögum en í gær kom í ljós að Svíþjóðardemókratarnir neita að samþykkja fjárlögin. 3. desember 2014 08:02
Ríkisstjórn Löfvens berst fyrir lífi sínu Forystumenn Svíþjóðardemókrata tilkynntu nú fyrir stundu að þeir muni styðja fjárlagatillögu borgaralegu flokkanna, en til stóð að greiða atkvæði um frumvarpið í fyrramálið. 2. desember 2014 16:14