Færri mínútur á milli marka hjá Agüero en hjá Henry og Nistelrooy Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. desember 2014 12:00 Ekki amalegur félagsskapur. vísir/getty Sergio Agüero, framherji Manchester City, heldur áfram að fara á kostum á tímabilinu, en hann skoraði tvö mörk í 4-1 sigri meistaranna gegn Sunderland í gærkvöldi. Þar með er Argentínumaðurinn búinn að skora fjórtán mörk í deildinni til þessa, en hann er markahæstur; búinn að skora þremur mörkum meira en brasilíski Spánverjinn Diego Costa hjá Chelsea. Mörkin tvö hjá Agüero voru númer 65 og 66 hjá honum í úrvalsdeildinni í 101. leiknum, en hann hefur nú skorað mark á 108 mínútna fresti. Þetta eru fæstar mínútur á milli marka í sögu úrvalsdeildarinnar. Argentínumaðurinn skýtur með því tveimur af allra bestu framherjum úrvalsdeildarinnar í sögu hennar ref fyrir rass; Thierry Henry og Ruud van Nistelrooy. Henry skoraði 176 mörk í 258 leikjum fyrir Arsenal og setti eitt mark á 122 mínútna fresti. Nistelrooy skoraði 95 mörk í 150 úrvalsdeildarleikjum fyrir Manchester United, en hann skoraði mark á 128 mínútna fresti. Mörk Agüero hafa hjálpað meisturunum að halda í við Chelsea í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar og þá hélt hann lífi í Meistaradeildardraumum liðsins í síðustu viku með magnaðri þrennu gegn Bayern München. Í heildina er Agüero búinn að skora 19 mörk í 20 leikjum það sem af er á tímabilinu. Hann er búinn að skora 14 mörk í 14 leikjum í úrvalsdeildinni og fimm mörk í fimm leikjum í Meistaradeildinni. Honum mistókst bara að skora í deildabikarnum.108 - Best mins-per-goal rate in PL history: Aguero 108 mins Henry 122 mins van Nistelrooy 128 mins Lethal. pic.twitter.com/4XfmQACdeE— OptaJoe (@OptaJoe) December 3, 2014 14 - Sergio Aguero (14) has now scored more goals than Sunderland (13) in the Premier League this season. Lethal.— OptaJoe (@OptaJoe) December 3, 2014 Enski boltinn Tengdar fréttir Úrslit kvöldsins í enska boltanum | Myndband Staða efstu liðanna í enska boltanum breyttist ekki neitt í leikjum kvöldsins. 3. desember 2014 19:00 Man. City heldur eltingarleiknum áfram | Myndband Fimm af sjö leikjum Sunderland á heimavelli til þessa hefur lyktað með jafntefli. 3. desember 2014 14:03 Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira
Sergio Agüero, framherji Manchester City, heldur áfram að fara á kostum á tímabilinu, en hann skoraði tvö mörk í 4-1 sigri meistaranna gegn Sunderland í gærkvöldi. Þar með er Argentínumaðurinn búinn að skora fjórtán mörk í deildinni til þessa, en hann er markahæstur; búinn að skora þremur mörkum meira en brasilíski Spánverjinn Diego Costa hjá Chelsea. Mörkin tvö hjá Agüero voru númer 65 og 66 hjá honum í úrvalsdeildinni í 101. leiknum, en hann hefur nú skorað mark á 108 mínútna fresti. Þetta eru fæstar mínútur á milli marka í sögu úrvalsdeildarinnar. Argentínumaðurinn skýtur með því tveimur af allra bestu framherjum úrvalsdeildarinnar í sögu hennar ref fyrir rass; Thierry Henry og Ruud van Nistelrooy. Henry skoraði 176 mörk í 258 leikjum fyrir Arsenal og setti eitt mark á 122 mínútna fresti. Nistelrooy skoraði 95 mörk í 150 úrvalsdeildarleikjum fyrir Manchester United, en hann skoraði mark á 128 mínútna fresti. Mörk Agüero hafa hjálpað meisturunum að halda í við Chelsea í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar og þá hélt hann lífi í Meistaradeildardraumum liðsins í síðustu viku með magnaðri þrennu gegn Bayern München. Í heildina er Agüero búinn að skora 19 mörk í 20 leikjum það sem af er á tímabilinu. Hann er búinn að skora 14 mörk í 14 leikjum í úrvalsdeildinni og fimm mörk í fimm leikjum í Meistaradeildinni. Honum mistókst bara að skora í deildabikarnum.108 - Best mins-per-goal rate in PL history: Aguero 108 mins Henry 122 mins van Nistelrooy 128 mins Lethal. pic.twitter.com/4XfmQACdeE— OptaJoe (@OptaJoe) December 3, 2014 14 - Sergio Aguero (14) has now scored more goals than Sunderland (13) in the Premier League this season. Lethal.— OptaJoe (@OptaJoe) December 3, 2014
Enski boltinn Tengdar fréttir Úrslit kvöldsins í enska boltanum | Myndband Staða efstu liðanna í enska boltanum breyttist ekki neitt í leikjum kvöldsins. 3. desember 2014 19:00 Man. City heldur eltingarleiknum áfram | Myndband Fimm af sjö leikjum Sunderland á heimavelli til þessa hefur lyktað með jafntefli. 3. desember 2014 14:03 Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Sjá meira
Úrslit kvöldsins í enska boltanum | Myndband Staða efstu liðanna í enska boltanum breyttist ekki neitt í leikjum kvöldsins. 3. desember 2014 19:00
Man. City heldur eltingarleiknum áfram | Myndband Fimm af sjö leikjum Sunderland á heimavelli til þessa hefur lyktað með jafntefli. 3. desember 2014 14:03