Erlent

Pútin segir erfiða tíma framundan hjá Rússum

Atli Ísleifsson skrifar
Vladimír Pútín fordæmdi í ávarpinu sínu Vesturlönd og sakaði þau um að reisa nýtt Járntjald umhverfis Rússland.
Vladimír Pútín fordæmdi í ávarpinu sínu Vesturlönd og sakaði þau um að reisa nýtt Járntjald umhverfis Rússland. Vísir/AFP
Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur varað Rússa við að framundan séu erfiðir tímar. Pútín ávarpaði báðar deildir rússneska þingsins í morgun.

Pútín fordæmdi í ávarpinu sínu Vesturlönd og sakaði þau um að reisa nýtt Járntjald umhverfis Rússland.

Viðskiptaþvinganir Vesturlanda og lækkandi olíuverð hafa reynst rússneskum efnahag erfið, auk þess að gengi rúblunnar hefur fallið um 42 prósent það sem af er ári. Rússneska ríkisstjórnin hefur varað við að efnahagur Rússland muni dragast saman á næsta ári.

Pútín varði innlimun Krímskaga og sagði íbúa þess vera hluti „okkar fólks“. Hann sagði „harmleikinn“ í suðausturhluta Úkraínu sanna það að Rússar hafi „haft á réttu að standa“, en að Rússar myndu virða „bróðurlegt“ nágrannríki sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×