Erlent

Forritið sem felldi Sony var skrifað á kóreska tölvu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Kim Jong Un virðist óánægður með myndina The Interview.
Kim Jong Un virðist óánægður með myndina The Interview. VÍSIR/AFP
Forritið sem notað var í árásinni á Sony var skrifað á tölvu sem stillt var á kóresku. Þetta eru niðurstöður rannsóknar öryggisfyrirtækisins AlienVault á forritinu. AlienVault fann forritið út frá kóðaupplýsingum sem bandaríska alríkislögreglan FBI birti í kjölfar árásarinnar. The Verge fjallar um málið.

Þetta þykir renna stoðum undir kenningar um að norðurkóresk stjórnvöld hafi staðið á bak við árásina. Norðurkóreskur embættismaður hefur hinsvegar neitað að stjórnvöld í Pyongyang hafi átt þátt í henni.

Sjá einnig: Birtu laun Rogen og Franco fyrir The Interview

Rannsóknarteymi AlienVault hefur komist að þeirri niðurstöðu að forritið hafi verið útbúið dagana 22.-24. nóvember. Það er nokkrum dögum áður en árásin sjálf var gerð.

Stjórnvöld í Pyongyang hafa opinberlega mótmælt framleiðslu og fyrirhugaðri sýningu myndarinnar The Interview en söguþráður myndarinnar snýst um að ráða Kim Jong Un, einræðisherra í Norður-Kóreu, af dögunum.

Forritið sem um ræðir var notað til að eyða gögnum af gagnaþjónum Sony. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×