Birtu laun Rogen og Franco fyrir The Interview Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2014 13:55 James Franco og Seth Rogen. Vísir/AFP Hakkarar sem taldir eru vera tengdir Norður-Kóreu birtu í dag laun leikaranna Seth Rogen og James Franco fyrir myndina The Interview. Upplýsingarnar voru hluti skjala sem tekin voru í tölvuárás á höfuðstöðvar kvikmyndadeildar Sony í Kaliforníu. Seth Rogen fær 8,4 milljónir dala í laun, sem samsvarar rétt rúmum milljarði króna. James Franco fær 6,5 milljónir dala, eða rúmar 800 milljónir króna. Kvikmyndin The Interview segir sögu tveggja fréttamanna sem ætla að taka viðtal við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Þeir dragast svo inn í áætlun CIA sem gengur út að ráða Kim Jong-un af lífi. Á vef Business Insider er rifjað upp hve harkalega yfirvöld í Norður-Kóreu brugðust við þegar söguþráður myndarinnar var gerður opinber. Meðal annars sögðu þeir myndina vera stríðsyfirlýsingu og hryðjuverk. Þá hótuðu þeir miskunnarlausum viðbrögðum. Þá segir frá því að öryggissérfræðingar hafi fundið kóða í kerfi Sony sem sé alveg eins og kóði sem fannst eftir árás á banka og sjónvarpsstöðvar í Suður-Kóreu. Tölvuárásir á fleiri fyrirtæki í Bandaríkjunum, eins og Home Depot, sem raktar hafa verið til Norður-Kóreu. Seth Rogen hefur þó komið myndinni til varnar á Twitter. „Persónulega er mér alveg sama þó myndin komi fram við Kim, þar sem hann er illur. Það er þó ekki ætlunin. Norður-Kóra hefur framleitt heilu tonnin af áróðursmyndum sem sýna eyðileggingu Bandaríkjanna,“ hefur Business Insider eftir Seth Rogen. Í árásinni á tölvukerfi Sony var kvikmyndum lekið sem jafnvel höfðu ekki verið sýndar í kvikmyndahúsum, auk mikilla gagna. Þar á meðal far skjal sem innihélt lykilorð, laun og margt fleira. Bíó og sjónvarp Sony-hakkið Mest lesið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Fleiri fréttir Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Hakkarar sem taldir eru vera tengdir Norður-Kóreu birtu í dag laun leikaranna Seth Rogen og James Franco fyrir myndina The Interview. Upplýsingarnar voru hluti skjala sem tekin voru í tölvuárás á höfuðstöðvar kvikmyndadeildar Sony í Kaliforníu. Seth Rogen fær 8,4 milljónir dala í laun, sem samsvarar rétt rúmum milljarði króna. James Franco fær 6,5 milljónir dala, eða rúmar 800 milljónir króna. Kvikmyndin The Interview segir sögu tveggja fréttamanna sem ætla að taka viðtal við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Þeir dragast svo inn í áætlun CIA sem gengur út að ráða Kim Jong-un af lífi. Á vef Business Insider er rifjað upp hve harkalega yfirvöld í Norður-Kóreu brugðust við þegar söguþráður myndarinnar var gerður opinber. Meðal annars sögðu þeir myndina vera stríðsyfirlýsingu og hryðjuverk. Þá hótuðu þeir miskunnarlausum viðbrögðum. Þá segir frá því að öryggissérfræðingar hafi fundið kóða í kerfi Sony sem sé alveg eins og kóði sem fannst eftir árás á banka og sjónvarpsstöðvar í Suður-Kóreu. Tölvuárásir á fleiri fyrirtæki í Bandaríkjunum, eins og Home Depot, sem raktar hafa verið til Norður-Kóreu. Seth Rogen hefur þó komið myndinni til varnar á Twitter. „Persónulega er mér alveg sama þó myndin komi fram við Kim, þar sem hann er illur. Það er þó ekki ætlunin. Norður-Kóra hefur framleitt heilu tonnin af áróðursmyndum sem sýna eyðileggingu Bandaríkjanna,“ hefur Business Insider eftir Seth Rogen. Í árásinni á tölvukerfi Sony var kvikmyndum lekið sem jafnvel höfðu ekki verið sýndar í kvikmyndahúsum, auk mikilla gagna. Þar á meðal far skjal sem innihélt lykilorð, laun og margt fleira.
Bíó og sjónvarp Sony-hakkið Mest lesið Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Lífið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Lífið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Fleiri fréttir Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira