Erlent

Læknir læknaðist af ebólu

Samúel Karl Ólason skrifar
Eftir að Spencer greindist með ebólu fóru heilbrigðisstarfsmenn í gegnum alla íbúð hans.
Eftir að Spencer greindist með ebólu fóru heilbrigðisstarfsmenn í gegnum alla íbúð hans. Vísir/AP
Embættismenn í New York hafa tilkynnt að læknir sem smitaðist af ebóluveirunni í Vestur-Afríku hefur náð heilsu aftur og verður útskrifaður af sjúkrahúsi á morgun. Craig Spencer greindist með veiruna þann 23. október síðastliðinn, einungis nokkrum dögum eftir að hafa komið frá Gíneu. Þar starfaði hann á vegum Lækna án landamæra.

Samkvæmt AP fréttaveitunni hræddu fréttir af smiti hans íbúa New York nokkuð. Sérstaklega eftir að í ljós kom að hann hafði ferðast um í neðanjarðarlestakerfi borgarinnar í nokkra daga áður en hann greindist. Einnig fór hann í keilu og út að borða.

Hann hefur gengið í gegnum meðferð í einangrun, en unnusta hans og tveir vinir voru upprunalega einnig færð í einangrun. Þeim var þó sleppt fljótlega, en eru enn undir eftirliti.

Eftir Spencer greindist með veiruna lýstu ríkisstjórar New York og New Jersey því yfir að allir þeir læknar sem kæmu frá Vestur-Afríku þyrftu að vera í einangrun í 21 daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×