Innlent

Spenna í loftinu meðal sjálfstæðismanna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Birgir Ármannsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Bjarni Benediktsson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir rétt áður en fundur hófst.
Birgir Ármannsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Bjarni Benediktsson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir rétt áður en fundur hófst. Vísir/Vilhelm
Fundur þingflokks Sjálfstæðismanna hófst klukkan 13:20 í Alþingishúsinu og stendur nú yfir. Samkvæmt heimildum Vísis ríkir töluverð spenna í loftinu í aðdraganda fundarins.

Um reglulegan fund er að ræða en andrúmsloftið er sérstakt í ljósi tíðinda dagsins. Aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, Gísli Freyr Valdórsson, var fyrr í dag dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að leka upplýsingum um hælisleitanda til fjölmiðla.

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins funduðu í herbergjum í þinghúsinu fyrir fundinn. Brynjar Níelsson og Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra tóku sér tíma í umræðu fyrir fundinn. Fram kom á RÚV fyrr í dag að Brynjar væri þeirrar skoðunar að ráðherra bæri hlutlæga ábyrgð á því verði aðstoðarmaður hans uppvís að refsiverðu broti.

Sjá einnig: Lekamálið frá A-Ö

Þá gáfu þau Einar K. Guðfinsson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir sig á tal saman í einu herbergja þinghússins og fleiri stungu saman nefjum. Alla jafna ganga þingmenn rakleiðis til fundar og greinilegt að þingmenn hafi viljað skiptast á skoðunum varðandi tíðindi dagsins fyrir fund.

Hanna Birna mætti á fundinn ásamt Þóreyju Vilhjálmsdóttur rétt í þann mund sem hann átti að hefjast.


Tengdar fréttir

Gísli Freyr bað samstarfsfólkið afsökunar

Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, bað samstarfsfólk sitt í innanríkisráðuneytinu afsökunar á lekanum í morgun.

Svona var atburðarásin í lekamálinu

Gagnvirk tímalína sem sýnir atburðarásina í lekamálinu sem varð til þess að Gísli Freyr Valdórsson var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×