Innlent

Gísli Freyr bað samstarfsfólkið afsökunar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gísli Freyr við þingfestu á lekamálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Gísli Freyr við þingfestu á lekamálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. vísir/gva
Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, bað í morgun samstarfsfólk sitt í innanríkisráðuneytinu afsökunar á lekanum. Samkvæmt heimildum Vísis fór Gísli Freyr í heimsókn á ráðuneytið á starfsmannafund klukkan tíu og ræddi við starfsfólkið.

Í yfirlýsingu sem Gísli Freyr sendi frá sér í gær segir hann að það sé erfitt að útskýra af hverju hann hafi ekki viðurkennt brot sitt fyrr. „Mig tekur það mjög sárt gagnvart öllum þeim sem ég hef starfað með og hafa mátt sæta ásökunum í kjölfar þeirrar atburðarrásar sem ég ber ábyrgð á,“ sagði Gísli Freyr.


Tengdar fréttir

Svona var atburðarásin í lekamálinu

Gagnvirk tímalína sem sýnir atburðarásina í lekamálinu sem varð til þess að Gísli Freyr Valdórsson var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×