Gísli Freyr í skilorðsbundið átta mánaða fangelsi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. nóvember 2014 11:00 Eftir dómsuppkvaðningu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir / GVA Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í skilorðsbundið átta mánaða fangelsi til tveggja ára. Hann sagðist myndu una dóminum. Gísli Freyr játaði í gærkvöld að hafa lekið minniblaði úr innanríkisráðuneytinu í nóvember í fyrra. Minnisblaðið sneri að hælisleitandanum Tony Omos, eiginkonu Omos og annarri konu. Síðastliðið ár hefur Gísli ítrekað haldið fram sakleysi sínu og til stóð að aðalmeðferð í málinu færi fram í dag. Fjölmörg vitni voru boðuð en Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og starfsmenn ráðuneytisins voru þar á meðal. Í ljósi breyttrar afstöðu hans fór fyrirtaka fram í morgun. Embætti ríkissaksóknara lagði fram ný gögn í málinu á mánudag sem leiddu það í ljós að búið var að eiga við minnisblaðið áður en það var sent úr ráðuneytinu til fjölmiðla. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sagði að rannsóknin hefði leitt það í ljós að Gísli Freyr hefði bætt við setningum um að Tony Omos væri grunaður um mansal og að grunur léki á að unnusta hans væri fórnarlamb mansals. Gísli svaraði neitandi þegar dómari spurði hann í morgun hvort gögn þessi hefðu breytt afstöðu hans. Helgi Magnús taldi það þá ljóst að tilgangur Gísla með lekanum hafi verið til þess fallinn að hafa áhrif á umræðu um málefni hælisleitandans. Máli sínu til stuðnings vísaði hann í ummæli Gísla sem hann lét falla í Kastljósi í gær þess efnis að þegar umfjallanir um hælisleitendur eru annars vegar séu þær einhliða. Helgi Magnús vísaði þá í dóm sem féll í maí yfir Gunnari Andersen fyrir að miðla trúnaðargögnum til DV um alþingismanninn Guðlaug Þór Þórðarson. Gunnar var dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi. Ólafur Garðarsson, verjandi Gísla Freys, sagði þá að í því máli hafi verið um að ræða hefnd og einskæran ásetning Gunnars. Það að Gísli hafi sent minnisblaðið til tveggja aðila hafi verið „skyndihugdetta“. Hann hefði ekki gert þetta til að hefna sín á nokkrum manni og ekki af einskærum ásetningi. Þá gagnrýndi Ólafur rannsókn lögreglu og að lögregla hefði haldið áfram rannsókn málsins eftir að búið var að gefa út ákæru. Hann sagði að í kjölfar gagna sem lögð voru fram af hálfu ákæruvaldinu hafi hann leitað til eins færasta tölusérfræðings landsins, sem starfar hjá Microsoft, að yfirfara skýrslu lögreglu. Hann hefði gefið skýrslunni falleinkunn og sagði að grunur um breytingar á skjölum séu á veikum grunni byggður. Lekamálið Tengdar fréttir Aðalmeðferð í lekamálinu frestað Fjölmörg vitni voru boðuð í aðalmeðferðina, meðal annars Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. 11. nóvember 2014 13:42 Birgitta kallar eftir afsögn Hönnu Birnu „Þetta breytir í raun ekki neinu nema að það er komið í ljós það sem maður vissi, að þetta skjal kom frá henni eða hennar nánasta starfsliði.“ 11. nóvember 2014 21:08 Gísli Freyr játaði lekann fyrir Hönnu Birnu Þetta segir ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla. Gísla hefur verið vikið úr starfi. 11. nóvember 2014 18:02 Tilkynning Gísla Freys til fjölmiðla: „Get ekki lengur lifað í lygavef“ Gísli Freyr Valdórsson ítrekar að hann hafi ekki vitað að gjörðir hans væru ólöglegar. 11. nóvember 2014 22:15 Verjandi Gísla Freys fékk gögnin afhent klukkan þrjú í gær Er ekki sammála því að þessi nýju gögn taki af allan vafa um að Gísli hafi lekið trúnaðargögnunum. 12. nóvember 2014 08:57 „Stolt eiginkona Gísla sem gerðist maður að meiri að viðurkenna mistök sín“ Rakel Lúðvíksdóttir, eiginkona Gísla Freys Valdórssonar, lýsir yfir fullum stuðning við eiginmann sinn á samskiptamiðlinum Facebook. 12. nóvember 2014 10:03 Gögn sýna fram á rangar staðhæfingar Gísla Freys Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, hefur viðurkennt að hafa látið fjölmiðlum í té persónuupplýsingar um hælisleitandann Tony Omos. 12. nóvember 2014 07:00 Segist hafa játað samviskunnar vegna Gísli Freyr Valdórsson segir engan annan hafa vitað að hann stæði að baki leka úr innanríkisráðuneytinu. 11. nóvember 2014 20:15 Skaðabótakröfum á hendur Gísla Frey vísað frá dómi Ákæra saksóknara og bótakröfur á hendur Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, skulu reknar sem sitt hvort dómsmálið. Þetta var niðurstaða héraðsdóms Reykjavíkur í morgun. 5. nóvember 2014 13:29 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í skilorðsbundið átta mánaða fangelsi til tveggja ára. Hann sagðist myndu una dóminum. Gísli Freyr játaði í gærkvöld að hafa lekið minniblaði úr innanríkisráðuneytinu í nóvember í fyrra. Minnisblaðið sneri að hælisleitandanum Tony Omos, eiginkonu Omos og annarri konu. Síðastliðið ár hefur Gísli ítrekað haldið fram sakleysi sínu og til stóð að aðalmeðferð í málinu færi fram í dag. Fjölmörg vitni voru boðuð en Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og starfsmenn ráðuneytisins voru þar á meðal. Í ljósi breyttrar afstöðu hans fór fyrirtaka fram í morgun. Embætti ríkissaksóknara lagði fram ný gögn í málinu á mánudag sem leiddu það í ljós að búið var að eiga við minnisblaðið áður en það var sent úr ráðuneytinu til fjölmiðla. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sagði að rannsóknin hefði leitt það í ljós að Gísli Freyr hefði bætt við setningum um að Tony Omos væri grunaður um mansal og að grunur léki á að unnusta hans væri fórnarlamb mansals. Gísli svaraði neitandi þegar dómari spurði hann í morgun hvort gögn þessi hefðu breytt afstöðu hans. Helgi Magnús taldi það þá ljóst að tilgangur Gísla með lekanum hafi verið til þess fallinn að hafa áhrif á umræðu um málefni hælisleitandans. Máli sínu til stuðnings vísaði hann í ummæli Gísla sem hann lét falla í Kastljósi í gær þess efnis að þegar umfjallanir um hælisleitendur eru annars vegar séu þær einhliða. Helgi Magnús vísaði þá í dóm sem féll í maí yfir Gunnari Andersen fyrir að miðla trúnaðargögnum til DV um alþingismanninn Guðlaug Þór Þórðarson. Gunnar var dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi. Ólafur Garðarsson, verjandi Gísla Freys, sagði þá að í því máli hafi verið um að ræða hefnd og einskæran ásetning Gunnars. Það að Gísli hafi sent minnisblaðið til tveggja aðila hafi verið „skyndihugdetta“. Hann hefði ekki gert þetta til að hefna sín á nokkrum manni og ekki af einskærum ásetningi. Þá gagnrýndi Ólafur rannsókn lögreglu og að lögregla hefði haldið áfram rannsókn málsins eftir að búið var að gefa út ákæru. Hann sagði að í kjölfar gagna sem lögð voru fram af hálfu ákæruvaldinu hafi hann leitað til eins færasta tölusérfræðings landsins, sem starfar hjá Microsoft, að yfirfara skýrslu lögreglu. Hann hefði gefið skýrslunni falleinkunn og sagði að grunur um breytingar á skjölum séu á veikum grunni byggður.
Lekamálið Tengdar fréttir Aðalmeðferð í lekamálinu frestað Fjölmörg vitni voru boðuð í aðalmeðferðina, meðal annars Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. 11. nóvember 2014 13:42 Birgitta kallar eftir afsögn Hönnu Birnu „Þetta breytir í raun ekki neinu nema að það er komið í ljós það sem maður vissi, að þetta skjal kom frá henni eða hennar nánasta starfsliði.“ 11. nóvember 2014 21:08 Gísli Freyr játaði lekann fyrir Hönnu Birnu Þetta segir ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla. Gísla hefur verið vikið úr starfi. 11. nóvember 2014 18:02 Tilkynning Gísla Freys til fjölmiðla: „Get ekki lengur lifað í lygavef“ Gísli Freyr Valdórsson ítrekar að hann hafi ekki vitað að gjörðir hans væru ólöglegar. 11. nóvember 2014 22:15 Verjandi Gísla Freys fékk gögnin afhent klukkan þrjú í gær Er ekki sammála því að þessi nýju gögn taki af allan vafa um að Gísli hafi lekið trúnaðargögnunum. 12. nóvember 2014 08:57 „Stolt eiginkona Gísla sem gerðist maður að meiri að viðurkenna mistök sín“ Rakel Lúðvíksdóttir, eiginkona Gísla Freys Valdórssonar, lýsir yfir fullum stuðning við eiginmann sinn á samskiptamiðlinum Facebook. 12. nóvember 2014 10:03 Gögn sýna fram á rangar staðhæfingar Gísla Freys Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, hefur viðurkennt að hafa látið fjölmiðlum í té persónuupplýsingar um hælisleitandann Tony Omos. 12. nóvember 2014 07:00 Segist hafa játað samviskunnar vegna Gísli Freyr Valdórsson segir engan annan hafa vitað að hann stæði að baki leka úr innanríkisráðuneytinu. 11. nóvember 2014 20:15 Skaðabótakröfum á hendur Gísla Frey vísað frá dómi Ákæra saksóknara og bótakröfur á hendur Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, skulu reknar sem sitt hvort dómsmálið. Þetta var niðurstaða héraðsdóms Reykjavíkur í morgun. 5. nóvember 2014 13:29 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Aðalmeðferð í lekamálinu frestað Fjölmörg vitni voru boðuð í aðalmeðferðina, meðal annars Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. 11. nóvember 2014 13:42
Birgitta kallar eftir afsögn Hönnu Birnu „Þetta breytir í raun ekki neinu nema að það er komið í ljós það sem maður vissi, að þetta skjal kom frá henni eða hennar nánasta starfsliði.“ 11. nóvember 2014 21:08
Gísli Freyr játaði lekann fyrir Hönnu Birnu Þetta segir ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla. Gísla hefur verið vikið úr starfi. 11. nóvember 2014 18:02
Tilkynning Gísla Freys til fjölmiðla: „Get ekki lengur lifað í lygavef“ Gísli Freyr Valdórsson ítrekar að hann hafi ekki vitað að gjörðir hans væru ólöglegar. 11. nóvember 2014 22:15
Verjandi Gísla Freys fékk gögnin afhent klukkan þrjú í gær Er ekki sammála því að þessi nýju gögn taki af allan vafa um að Gísli hafi lekið trúnaðargögnunum. 12. nóvember 2014 08:57
„Stolt eiginkona Gísla sem gerðist maður að meiri að viðurkenna mistök sín“ Rakel Lúðvíksdóttir, eiginkona Gísla Freys Valdórssonar, lýsir yfir fullum stuðning við eiginmann sinn á samskiptamiðlinum Facebook. 12. nóvember 2014 10:03
Gögn sýna fram á rangar staðhæfingar Gísla Freys Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, hefur viðurkennt að hafa látið fjölmiðlum í té persónuupplýsingar um hælisleitandann Tony Omos. 12. nóvember 2014 07:00
Segist hafa játað samviskunnar vegna Gísli Freyr Valdórsson segir engan annan hafa vitað að hann stæði að baki leka úr innanríkisráðuneytinu. 11. nóvember 2014 20:15
Skaðabótakröfum á hendur Gísla Frey vísað frá dómi Ákæra saksóknara og bótakröfur á hendur Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, skulu reknar sem sitt hvort dómsmálið. Þetta var niðurstaða héraðsdóms Reykjavíkur í morgun. 5. nóvember 2014 13:29