Innlent

Svona var atburðarásin í lekamálinu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Gísli Freyr viðurkenndi í gær að hafa lekið minnisblaði úr innanríkisráðuneytinu en hann hafði staðfastlega neitað sök fram að því.
Gísli Freyr viðurkenndi í gær að hafa lekið minnisblaði úr innanríkisráðuneytinu en hann hafði staðfastlega neitað sök fram að því. Vísir/GVA
Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, hefur verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir leka á trúnaðargögnum. Hann hélt fram sakleysi sínu allt þar til að ný gögn komu fram sem saksóknari telur hafa sannað aðkomu hans að lekanum.

Málið hófst fyrir rétt tæpu ári síðan þegar greint var frá því að vísa ætti hælisleitandanum Tony Omos, sem átti von á barni, úr landi. Í kjölfar þess að boðað hafði verið til mótmæla fyrir utan innanríkisráðuneytið var tekið saman minnisblað um mál hans. Sama dag lak Gísli minnisblaðinu með eigin breytingum til tveggja fjölmiðla.

Hér fyrir neðan er gagnvirk tímalína sem sýnir helstu atburði í málinu, allt frá því að barnsmóðir Omos steig fram þar til að Gísli var dæmdur í héraðsdómi fyrir lekann.Tengdar fréttir

Íslenskir ráðherrar sitja frekar í gegnum stormviðrið

"Ég held að það sé enginn vafi á því. Þeir reyna að sitja þetta af sér. Vandinn á Íslandi er sá að það er ekki nógu skýrt hver ætti knýja fram afsögn. Erlendis er það skýrara, þar er það flokksformaður eða forsætisráðherra," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.