Innlent

„Stolt eiginkona Gísla sem gerðist maður að meiri að viðurkenna mistök sín“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rakel mætti ásamt eiginmanni sínu upp í Efstaleiti í gær þegar hann fór í viðtal í Kastljósinu.
Rakel mætti ásamt eiginmanni sínu upp í Efstaleiti í gær þegar hann fór í viðtal í Kastljósinu. vísir/ernir
Rakel Lúðvíksdóttir, eiginkona Gísla Freys Valdórssonar, lýsir yfir fullum stuðning við eiginmann sinn á samskiptamiðlinum Facebook en Gísli Freyr, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, játaði sök í lekamálinu í gær.

„Þessi dagur markar nýtt upphaf. Upphaf sem ég veit ekki hvað ber í skauti sér. Ég óttast ekki framtíðina, ég býð hana velkomna með öllu sem hún hefur upp á að bjóða. Gleði, sigra, sorg og áskoranir,“ sagði Rakel á Facebook seint í gær.

„Í dag er ég stolt eiginkona Gísla sem gerðist maður að meiri að viðurkenna mistök sín. Það þarf kjark og þor til þess.“


Tengdar fréttir

Birgitta kallar eftir afsögn Hönnu Birnu

„Þetta breytir í raun ekki neinu nema að það er komið í ljós það sem maður vissi, að þetta skjal kom frá henni eða hennar nánasta starfsliði.“

Skaðabótakröfum á hendur Gísla Frey vísað frá dómi

Ákæra saksóknara og bótakröfur á hendur Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, skulu reknar sem sitt hvort dómsmálið. Þetta var niðurstaða héraðsdóms Reykjavíkur í morgun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.