Fótbolti

Rúrik: Verðum kreisí eins og alltaf

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rúrik Gíslason segir að það þurfi að hafa ýmislegt í huga fyrir leik Íslands gegn Tékklandi ytra á sunnudagskvöld. Þar mætast tvö efstu lið A-riðils í undankeppni EM 2016 en bæði eru þau með fullt hús stiga að loknum þremur umferðum.

„Við þurfum að varast ýmislegt. Við höfum farið vel yfir leik þeirra og er óskaplega fáa veikleika að finna hjá Tékkunum,“ segir Rúrik en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

„Veikleikarnir eru þó til staðar. Þetta er þó gott sóknarlið og við þurfum því að leggja áherslu á að sinna varnarskyldum okkar vel. Það er ýmislegt sem ber að varast gegn þeim.“

„Okkur hefur gengið vel að spila varnarleikinn og það yrði okkur ekkert endilega í óhag þótt við myndum liggja aðeins til baka í leiknum.“

Rúrik segir að menn mæti til leiks með rétt hugarfar. „Við verðum „kresí“ eins og alltaf. Við Íslendingar verðum að hafa grunnatriðin á hreinu - berjast og allt þetta. Svo koma hinir hlutirnir í kjölfarið.“


Tengdar fréttir

Rúnar búinn að semja við Lilleström

Eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun þá flaug Rúnar Kristinsson út til Noregs í morgun til þess að skrifa undir samning við norska félagið Lilleström.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×