Fótbolti

Viðar Örn: Hefði átt að skora í gær

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Brussel skrifar
Viðar Örn Kjartansson, framherji Vålerenga í Noregi, segir að þeir leikmenn sem fengu tækifæri gegn Belgíu í gær hafi staðið sig vel.

„Ég tel að við stóðum okkur vel. Við sköpuðum fullt af færum og við hefðum átt að skora fleiri mörk. Við vorum ekki ánægðir með úrslitin en ég var ánægður með hvernig við spiluðum fyrstu 60-70 mínútur leiksins.“

Hann segir að það hafi verið frábært fyrir sig að fá að spila með íslenska landsliðinu í gær en Viðar Örn var einn níu leikmanna í byrjunarliði Íslands í gær sem hafa ekki verið fastamenn í liðinu í undankeppni EM 2016 í haust.

„Maður reynir að nýta tækifærið þegar maður fær það. Mér fannst ég koma vel út úr leiknum eins og margir aðrir leikmenn. Við sýndum að við erum með gríðarlega sterkan hóp og breiðan.“

Viðar fékk tvö góð færi til að skora í fyrri hálfleik í gær og hann var óánægður með að hafa ekki nýtt þau. „Ég átti að skora og ég var ekki sáttur við sjálfan mig - ég hefði átt að gera aðeins betur. En ég verð þá bara að skora næst þegar ég fæ tækifærið.“


Tengdar fréttir

Bankað á dyrnar í Belgíu

Íslenska fótboltalandsliðið er komið upp í 28. sæti á FIFA-listanum og það er allt annað en auðvelt að vinna sér sæti í byrjunarliði Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar. Fréttablaðið skoðar í dag hvaða leikmenn eiga möguleika á sæti í liðinu.

Lars: Meiri samkeppni í liðinu

Landsliðsþjálfarinn fagnar meiri breidd í íslenska liðinu eftir góða frammistöðu í Brussel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×