Fótbolti

Rosicky: Ísland athyglisverður og erfiður andstæðingur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Thomas Rosicky.
Thomas Rosicky. vísir/getty
Tomas Rosicky, leikmaður Arsenal og ein skærasta stjarna tékkneska landsliðsins, er var um sig fyrir leikinn gegn Íslandi í undankeppni EM 2016 á sunnudagskvöld.

„Hver hefði trúað því í september að þetta yrði leikur tveggja liða með níu stig?“ sagði Rosicky við fjölmiðla ytra.

Hann hrósaði einnig íslenska liðinu og þeim árangri sem liðið hefur náð á síðustu árum.

„Það þarf bara að skoða árangur liðsins í síðustu undankeppni [er Ísland komst í umspil fyrir HM gegn Króatíu] og nú hafa Íslendingar ekki fengið á sig mark í þremur leikjum.“

„Íslendingar verða afar áhugaverðir og sterkir andstæðingar fyrir okkur.“


Tengdar fréttir

Þessir söngvar verða sungnir í stúkunni í Plzen

Ísland og Tékkland mætast í toppslag riðilsins í undankeppni EM á sunnudaginn kemur og það verður nóg af íslenskum stuðningsmönnum í stúkunni enda seldust upp 600 miðar sem KSÍ fékk á leikinn.

Fleiri Íslendingar á leiknum í Tékklandi en voru í Króatíu

Það er gríðarlegur áhugi á leik Íslands og Tékklands í undankeppni EM sem fer fram í Tékklandi sunnudaginn 16. nóvember næstkomandi en þarna mætast tvö efstu liðin í riðlinum sem bæði hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína.

Tékkarnir eru eins og vel smurð vél

Ísland og Tékkland, tvö efstu liðin í A-riðli í undankeppni EM 2016, mætast sunnudaginn 16. nóvember næstkomandi og Heimir Hallgrímsson fór yfir tékkneska liðið á blaðamannafundi í dag þar sem íslenski hópurinn var tilkynntur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×