Ekkert lið eins vel skipulagt og það íslenska Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. nóvember 2014 06:00 Sivok fagnar hér marki með Tékkum. Vísir/Getty Varnarmaðurinn Tomas Sivok segir að lið Tékklands stefni vitanlega á sigur í leiknum gegn Íslandi á sunnudag en á von á erfiðri viðureign. Ísland og Tékkland eru bæði með fullt hús stiga á toppi A-riðils en strákarnir okkar eru í toppsætinu með betra markahlutfall en lið Tékka. „Við viljum ná í öll þau stig sem eru í boði,“ sagði Sivoc sem leikur með Besiktas í Tyrklandi. „En við erum með Hollandi í riðli og eigum tvo erfiða útileiki [gegn Tyrklandi og Íslandi] og það er því erfitt að reikna með að það takist.“ Hann segir að erfitt verkefni bíði liðsins nú á sunnudag. „Það er líklega ekkert lið í riðlinum betur skipulagt en lið Íslands en margir leikmenn liðsins hafa verið að spila saman síðan þeir voru sautján ára gamlir. Þeir gjörþekkja hverjir aðra og úrslitin tala sínu máli. Tölfræðin er líka á bandi Íslands sem hefur ekki enn fengið á sig mark.“ Hann segir að fram undan sé hörð barátta um efstu sæti riðilsins en eins og flestir reiknar hann með því að Hollendingar muni blanda sér í toppbaráttuna af miklum krafti þrátt fyrir slæma byrjun í undankeppninni. „Hollendingar eiga mikið inni og ég held að hvert einasta stig komi til með að skipta öllu máli fyrir okkur. Það yrði risastórt skref fyrir okkur að vinna Ísland á sunnudag.“ Hann segir að íslenska liðið sé sterkara en það hollenska. „Holland er með stærri leikmenn og þekktari en Íslendingar hafa náð að spila betur og fylgja eftir sinni hugmyndafræði – að minnsta kosti miðað við það sem ég hef séð í leikjum Íslands til þessa.“ EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Varnarmaðurinn Tomas Sivok segir að lið Tékklands stefni vitanlega á sigur í leiknum gegn Íslandi á sunnudag en á von á erfiðri viðureign. Ísland og Tékkland eru bæði með fullt hús stiga á toppi A-riðils en strákarnir okkar eru í toppsætinu með betra markahlutfall en lið Tékka. „Við viljum ná í öll þau stig sem eru í boði,“ sagði Sivoc sem leikur með Besiktas í Tyrklandi. „En við erum með Hollandi í riðli og eigum tvo erfiða útileiki [gegn Tyrklandi og Íslandi] og það er því erfitt að reikna með að það takist.“ Hann segir að erfitt verkefni bíði liðsins nú á sunnudag. „Það er líklega ekkert lið í riðlinum betur skipulagt en lið Íslands en margir leikmenn liðsins hafa verið að spila saman síðan þeir voru sautján ára gamlir. Þeir gjörþekkja hverjir aðra og úrslitin tala sínu máli. Tölfræðin er líka á bandi Íslands sem hefur ekki enn fengið á sig mark.“ Hann segir að fram undan sé hörð barátta um efstu sæti riðilsins en eins og flestir reiknar hann með því að Hollendingar muni blanda sér í toppbaráttuna af miklum krafti þrátt fyrir slæma byrjun í undankeppninni. „Hollendingar eiga mikið inni og ég held að hvert einasta stig komi til með að skipta öllu máli fyrir okkur. Það yrði risastórt skref fyrir okkur að vinna Ísland á sunnudag.“ Hann segir að íslenska liðið sé sterkara en það hollenska. „Holland er með stærri leikmenn og þekktari en Íslendingar hafa náð að spila betur og fylgja eftir sinni hugmyndafræði – að minnsta kosti miðað við það sem ég hef séð í leikjum Íslands til þessa.“
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira