Fótbolti

Áhofendur í Plzen fá tíu þúsund bjóra

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
vísir/getty
Þeir áhorfendur sem mæta á leik Tékklands og Íslands í Plzen á sunnudagskvöld fá allir bjór eftir leikinn. Plzen er þekktur fyrir bjórframleiðslu sína og framleiðandi þar í bæ tapaði veðmáli við landsliðsþjálfarann Pavel Vrba.

Bjórverksmiðjan í bænum samþykkti að gefa hverjum og einum stuðningsmanni bjór eftir leikinn gegn Íslandi ef Tékklandi tækist að fá minnst fjögur stig úr leikjunum gegn Tyrklandi og Kasakstan í síðasta mánuði.

Skemmst er frá því að segja að lærsveinar Vrba unnu báða leikina og munu áhorfendur njóta góðs af því.

Tékkland og Ísland eru bæði ósigruð á toppi A-riðils undankeppni EM 2016 eftir þrjár umferðir og verður því toppsætið í húfi þegar liðin mætast á Doosan-leikvanginum í Plzen á sunnudagskvöld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×