Erlent

Bandarískur læknir lést af völdum ebólu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Maðurinn var fluttur á spítala á laugardaginn.
Maðurinn var fluttur á spítala á laugardaginn. Vísir/Getty
Bandaríski skurðlæknirinn Martin Salia, sem fluttur var á sjúkrahús í Nebraska í Bandaríkjunum vegna ebólusmits í Síerra Leóne um helgina, er látinn. Talsmenn sjúkrahússins staðfesta þetta við NBC.

Hinn 44 ára gamli læknir er annar maðurinn sem lætur lífið sökum veirunnar vestanhafs. Thomas Eric Duncan, sem smitaðist af ebólu í Líberíu, lést í Dallas í október.

Salia er tíundi maðurinn sem fer undir læknis hendur vestanhafs sökum veirunnar. Þá er hann sá þriðji sem lagður hefur verið inn á Nebraska Medical Center.

Talið er að um fimm þúsund manns hafi látist af ebólu veirunni það sem af er ári, flestir í Gíneu, Líberíu og Sierra Leone.


Tengdar fréttir

Líftryggð fyrir 38 milljónir

Hver meðlimur ebóluteymis Landspítalans er lífstryggður þrefalt á við aðra heilbrigðisstarfsmenn.

Vilja útrýma ebólu

Leiðtogar G20-ríkjanna hafa tekið höndum saman til að reyna stöðva útbreiðslu ebólufaraldursins. Einnig er markmiðið að útrýma sjúkdómnum.

Úthluta níutíu milljónum til mannúðarverkefna

Utanríkisráðuneytið hefur úthlutað styrkjum sem frjáls félagasamtök geta sótt um til utanríkisráðuneytisins vegna þróunarsamvinnu-, neyðar- og mannúðarverkefna.

Læknir læknaðist af ebólu

Craig Spencer greindist með veiruna þann 23. október síðastliðinn, einungis nokkrum dögum eftir að hafa komið frá Gíneu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×