Erlent

Ebólusmitaður til Bandaríkjanna

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Skurðlæknir sem smitaður er af ebólu er nú á leið með sjúkraflugi til Bandaríkjanna. Maðurinn, sem er 44 ára gamall, hafði starfað á sjúkrahúsi í Freetown í  Sierra Leone um eitthvert skeið þar sem sem hann annaðist ebólusmitaða.

Lækninum verður flogið til Nebraska í Bandaríkjunum og er mikill viðbúnaður til staðar. Ekki liggur fyrir hvert ástand hans er en er sagður fárveikur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.