Íslenski boltinn

Flóttinn mikli frá Fram: Leikmaður farinn í verkfall

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron á ferðinni í sumar.
Aron á ferðinni í sumar. vísir/andri
Tíu leikmenn hafa yfirgefið herbúðir Fram síðan liðið féll úr Pepsi-deildinni og ellefti leikmaðurinn er nú að reyna að losna.

Aron Bjarnason er nýjasti leikmaðurinn sem vill komast frá félaginu. Það gengur ekki sem skildi hjá honum og því er hann farinn í verkfall.

„Ég hef ekki mætt á síðustu þrjár æfingar hjá liðinu. Ég veit ekki hvert þetta stefnir," segir Aron við Vísi en hann var ekki sáttur við að Fram skildi hafna tilboði í sig.

„Ég fór í verkfallið af því þeir höfnuðu tilboði frá ÍBV. Mér fannst tilboðið frá ÍBV vera sanngjarnt. Ég var í byrjunarliðinu tæplega hálft tímabilið. Ég skil þá samt vel enda ekki margir leikmenn eftir," segir Aron en hann var ekki með uppsagnarákvæði í samningi sínum eins og margir félagar hans í sumar.

„Ég veit ekki hver næstu skref verða hjá mér. Ég ætlaði að reyna að skoða hlutina í dag. Ég hef ekkert heyrt frá Frömurum."

Þessir eru farnir frá Fram síðan tímabilið endaði:

Hörður Fannar Björgvinsson í KR

Ósvald Jarl Traustason í Breiðablik

Arnþór Ari Atlason í Breiðablik

Guðmundur Magnússon án liðs

Jóhannes Karl Guðjónsson í Fylki

Viktor Bjarki Arnarsson án liðs

Aron Þórður Albertsson án liðs

Hafsteinn Briem án liðs

Benedikt Októ Bjarnason í ÍBV

Haukur Baldvinsson í Víking

Þjálfarinn Bjarni Guðjónsson er einnig horfinn á braut en hann tók við KR.


Tengdar fréttir

Viktor Bjarki hættur hjá Fram

Nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi sínum og yfirgefur Safamýrarliðið eftir tvö ár í herbúðum þess.

Arnþór Ari í Breiðablik

Arnþór Ari valdi Breiðablik, en leikmaðurinn var eftirsóttur af stærstu klúbbum landsins.

Halldór í Leikni og Fram missir áttunda manninn

Leiknir tilkynnti í kvöld að félagið væri búið að semja við Halldór Kristin Halldórsson en hann hefur verið í útlegð síðustu fjögur ár hjá Keflavík og Val.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×