Íslenski boltinn

Arnþór Ari í Breiðablik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnþór ásamt Arnari Grétarssyni og Borghildi Sigurðardóttir, formanni knattspyrnudeildar.
Arnþór ásamt Arnari Grétarssyni og Borghildi Sigurðardóttir, formanni knattspyrnudeildar. Vísir/Breiðablik
Arnþór Ari Atlason skrifaði í kvöld undir þriggja ára samning við Breiðablik. Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins.

Arnþór Ari var eftirsóttur eftir að hann losnaði undan samning frá Fram eftir nýlokna leiktíð í Pepsi-deildinni. Víkingur, FH og KR höfðu öll áhuga á að klófesta kappann sem valdi að lokum Breiðablik.

Arnþór Ari spilaði 20 leiki fyrir Fram í sumar og skoraði þrjú mörk. Arnþór er fyrsti leikmaðurinn sem Arnar Grétarsson, þjálfari liðsins, fær til félagsins eftir að hann tók við á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×