Erlent

Hrekkjalómur klekkti á Kim Jong-Un

Samúel Karl Ólason skrifar
Glöggir lesendur sjá kannski uppátækið á þessari mynd. Skýrari mynd er þó hér að neðan.
Glöggir lesendur sjá kannski uppátækið á þessari mynd. Skýrari mynd er þó hér að neðan. Mynd/KCNA

Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu, KCNA, birti í síðasta mánuði myndir af einræðisherra landsins, Kim Jong-Un til nýbyggðs munaðarleysingjahælis í höfuðborg Norður-Kóreu. Þetta voru fyrstu myndirnar sem birtust af einræðisherranum eftir að hann fór í skurðaðgerð og hvarf af opinberum vettvangi í sex vikur.

Myndirnar voru birtar í fjölmiðlum víða um heim, en í dag tók einhver eftir því að tveimur tuskudýrum hafði verið stillt upp á skemmtilegan hátt fyrir aftan Kim Jong-Un.

Brosandi hundi hefur verið stillt upp fyrir aftan Doreamon, vinsælan karakter úr japönskum teiknimyndum, sem virðist una sér vel.

Ein myndanna hefur stungið upp kollinum í fjölmiðlum í dag og hefur verið í mikilli dreifingu á internetinu. Eftir að glöggur einstaklingur tók eftir tveimur tuskudýrum í bakgrunninum, sem hafði verið stillt upp á skondinn hátt.

Á vef Telegraph segir að uppátækið sé ekki líklegt til að falla í kramið hjá einræðisherranum, en myndin hefur verið tekin úr myndasyrpu KCNA.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.