Krafa um sóttkví hefur áhrif á Lækna án landamæra Aðalsteinn Kjartansson skrifar 31. október 2014 07:00 Hræðsla hefur gripið um sig víða vegna ebóluveirunnar en hún hefur nær eingöngu greinst í nokkrum ríkjum í Vestur-Afríku. Vísir / AFP Samtökin Læknar án landamæra segir að ákvörðun nokkurra ríkja í Bandaríkjunum um að skylda heilbrigðisstarfsmenn sem starfað hafa í Vestur-Afríkuríkjum þar sem ebólufaraldur hefur geisað til að vera í sóttkví eftir komu sína aftur til landsins sé farin að hafa áhrif á starf þeirra. Fréttastofa Reuters greindi frá því á fimmtudag að stjórnendur Lækna án landamæra væru nú að skoða hvort hætta þurfi verkefnum sem samtökin hafa sinnt á svæðinu. Bandarískur læknir sem starfaði á vegum samtakanna var lagður inn á sjúkrahús í New York-borg í síðustu viku eftir að hafa greinst með ebólu. Í kjölfar þess ákváðu nokkur ríki að skylda heilbrigðisstarfsmenn sem unnið hafa með ebólusmituðum að fara í sóttkví. Framkvæmdastjóri samtakanna, Sophie Delaunay, segir í skriflegu svari til Reuters að dæmi séu um að læknar hafi frestað heimkomu sinni til Bandaríkjanna og ákveðið að dvelja þess í stað í Evrópu í 21 dag en það er hámarkstími sem liðið getur frá smiti þar til að einkenni koma fram. Þá segir hún læknar innan samtakanna hafi fundið þrýsting frá fjölskyldum sínum að fara ekki til Afríku til að aðstoða vegna ebólufaraldursins. Ákvörðun ríkjanna um að skylda heilbrigðisstarfsmenn til að fara í sóttkví hefur verið harðlega gagnrýnd og bent á að engin vísindaleg rök séu á bakvið hana. Bannið nær yfir alla heilbrigðisstarfsmenn sem sinnt hafa störfum í ríkjum þar sem barist er við að hefta útbreiðslu veirunnar, jafnvel þó að staðfest hafi verið að viðkomandi séu ekki smitaðir af veirunni. Aðeins er vitað um eitt dæmi um að bandarískur heilbrigðisstarfsmaður hafi verið settur í sóttkví eftir að reglurnar voru settar. Það er hjúkrunarkonan Kaci Hickox en staðfest hefur verið með rannsóknum að hún er ekki smituð af veirunni. Henni hefur engu að síður verið gert að vera 21 dag í sóttkví á heimili sínu. Hickox hefur virt þessa kröfu stjórnvalda að vettugi og fór hún í hjólatúr í gær, fimmtudag. Ebóla Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Sjá meira
Samtökin Læknar án landamæra segir að ákvörðun nokkurra ríkja í Bandaríkjunum um að skylda heilbrigðisstarfsmenn sem starfað hafa í Vestur-Afríkuríkjum þar sem ebólufaraldur hefur geisað til að vera í sóttkví eftir komu sína aftur til landsins sé farin að hafa áhrif á starf þeirra. Fréttastofa Reuters greindi frá því á fimmtudag að stjórnendur Lækna án landamæra væru nú að skoða hvort hætta þurfi verkefnum sem samtökin hafa sinnt á svæðinu. Bandarískur læknir sem starfaði á vegum samtakanna var lagður inn á sjúkrahús í New York-borg í síðustu viku eftir að hafa greinst með ebólu. Í kjölfar þess ákváðu nokkur ríki að skylda heilbrigðisstarfsmenn sem unnið hafa með ebólusmituðum að fara í sóttkví. Framkvæmdastjóri samtakanna, Sophie Delaunay, segir í skriflegu svari til Reuters að dæmi séu um að læknar hafi frestað heimkomu sinni til Bandaríkjanna og ákveðið að dvelja þess í stað í Evrópu í 21 dag en það er hámarkstími sem liðið getur frá smiti þar til að einkenni koma fram. Þá segir hún læknar innan samtakanna hafi fundið þrýsting frá fjölskyldum sínum að fara ekki til Afríku til að aðstoða vegna ebólufaraldursins. Ákvörðun ríkjanna um að skylda heilbrigðisstarfsmenn til að fara í sóttkví hefur verið harðlega gagnrýnd og bent á að engin vísindaleg rök séu á bakvið hana. Bannið nær yfir alla heilbrigðisstarfsmenn sem sinnt hafa störfum í ríkjum þar sem barist er við að hefta útbreiðslu veirunnar, jafnvel þó að staðfest hafi verið að viðkomandi séu ekki smitaðir af veirunni. Aðeins er vitað um eitt dæmi um að bandarískur heilbrigðisstarfsmaður hafi verið settur í sóttkví eftir að reglurnar voru settar. Það er hjúkrunarkonan Kaci Hickox en staðfest hefur verið með rannsóknum að hún er ekki smituð af veirunni. Henni hefur engu að síður verið gert að vera 21 dag í sóttkví á heimili sínu. Hickox hefur virt þessa kröfu stjórnvalda að vettugi og fór hún í hjólatúr í gær, fimmtudag.
Ebóla Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Sjá meira