Neville: United verður að þora að beita löngum sendingum á móti Chelsea Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. október 2014 09:00 Marouane Fellaini kom sterkur inn gegn WBA í gærkvöldi. vísir/getty Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United sem starfar í dag sem knattspyrnusérfræðingur á Sky Sports, segir sína gömlu félaga ekki mega vera hrædda við að sparka boltanum hátt og langt á móti Chelsea næsta sunnudag þegar liðin mætast í stórleik á Old Trafford. Neville ræddi leikaðferð Manchester United á Sky Sports í gærkvöldi eftir að sjá Marouane Fellaini, Belgann stóra, koma inn á og skora gott mark á móti West Bromwich Albion. Hann telur sitt gamla lið þurfa að vera stöðugra til að geta keppt við lærisveina JoséMourinho sem eru á taplausir á toppnum eftir átta umferðir og þá mun Chelsea-liðið gera United erfitt fyrir í föstum leikatriðum. Því má Louis van Gaal ekki vera hræddur við að nota mann eins og Fellaini á sunnudaginn því hann er stór og sterkur eins og svo margir í Chelsea-liðinu. „Fólk segir að þetta sé ekki United-fótbolti, en ég skil það ekki. Undanfarin 25 ár hefur Manchester United sparkað langt fram völlinn þegar þess þarf. Það hefur samt ekki verið nein regla,“ sagði Neville. „Þetta er ekki leiðin til að byrja fótboltaleiki eða til að vinna þá, alls ekki. En það koma tímapunktar á leiktíðinni þar sem þú þarft að gera eitthvað öðruvísi. Þú þarft aðra leikaðferð; eitthvað plan B eða C. Menn mega ekki skammast sín, bara nota þessa aðferð.“ „Á sunnudaginn mun United lenda í miklum vandræðum í föstum leikatriðum gegn Chelsea ef það spilar með sama lið og í kvöld. Chelsea er með Costa, Ivanovic, Matic, Cahill og Terry sem eru allir hærri en 190 sentímetrar. Þeir bæði geta og vilja skalla boltann,“ sagði Gary Neville. Enski boltinn Tengdar fréttir Van Gaal: Vorum að spila okkar besta leik á tímabilinu Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, sá sína menn lenda tvisvar undir á móti West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en landi hans Daley Blind tryggði liðinu 2-2 jafntefli þremur mínútum fyrir leikslok. 20. október 2014 21:34 Daley Blind tryggði United eitt stig á móti WBA - sjáið mörkin West Bromwich Albion og Manchester United gerðu 2-2 jafntefli á Hawthorns í kvöld í lokaleik áttundu umferðar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 20. október 2014 18:30 Marouane Fellaini: Þetta voru ekki góð úrslit Marouane Fellaini kom inn á sem varamaður og skoraði fyrra mark Manchester United í 2-2 jafntefli á móti West Bromwich í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 20. október 2014 21:58 Berahino: Ég læt fótboltann minn um það að tala Saido Berahino skoraði seinna mark West Bromwich Albion í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Manchester United í kvöld í síðasta leiknum í áttundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. 20. október 2014 21:25 Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Sjá meira
Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United sem starfar í dag sem knattspyrnusérfræðingur á Sky Sports, segir sína gömlu félaga ekki mega vera hrædda við að sparka boltanum hátt og langt á móti Chelsea næsta sunnudag þegar liðin mætast í stórleik á Old Trafford. Neville ræddi leikaðferð Manchester United á Sky Sports í gærkvöldi eftir að sjá Marouane Fellaini, Belgann stóra, koma inn á og skora gott mark á móti West Bromwich Albion. Hann telur sitt gamla lið þurfa að vera stöðugra til að geta keppt við lærisveina JoséMourinho sem eru á taplausir á toppnum eftir átta umferðir og þá mun Chelsea-liðið gera United erfitt fyrir í föstum leikatriðum. Því má Louis van Gaal ekki vera hræddur við að nota mann eins og Fellaini á sunnudaginn því hann er stór og sterkur eins og svo margir í Chelsea-liðinu. „Fólk segir að þetta sé ekki United-fótbolti, en ég skil það ekki. Undanfarin 25 ár hefur Manchester United sparkað langt fram völlinn þegar þess þarf. Það hefur samt ekki verið nein regla,“ sagði Neville. „Þetta er ekki leiðin til að byrja fótboltaleiki eða til að vinna þá, alls ekki. En það koma tímapunktar á leiktíðinni þar sem þú þarft að gera eitthvað öðruvísi. Þú þarft aðra leikaðferð; eitthvað plan B eða C. Menn mega ekki skammast sín, bara nota þessa aðferð.“ „Á sunnudaginn mun United lenda í miklum vandræðum í föstum leikatriðum gegn Chelsea ef það spilar með sama lið og í kvöld. Chelsea er með Costa, Ivanovic, Matic, Cahill og Terry sem eru allir hærri en 190 sentímetrar. Þeir bæði geta og vilja skalla boltann,“ sagði Gary Neville.
Enski boltinn Tengdar fréttir Van Gaal: Vorum að spila okkar besta leik á tímabilinu Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, sá sína menn lenda tvisvar undir á móti West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en landi hans Daley Blind tryggði liðinu 2-2 jafntefli þremur mínútum fyrir leikslok. 20. október 2014 21:34 Daley Blind tryggði United eitt stig á móti WBA - sjáið mörkin West Bromwich Albion og Manchester United gerðu 2-2 jafntefli á Hawthorns í kvöld í lokaleik áttundu umferðar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 20. október 2014 18:30 Marouane Fellaini: Þetta voru ekki góð úrslit Marouane Fellaini kom inn á sem varamaður og skoraði fyrra mark Manchester United í 2-2 jafntefli á móti West Bromwich í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 20. október 2014 21:58 Berahino: Ég læt fótboltann minn um það að tala Saido Berahino skoraði seinna mark West Bromwich Albion í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Manchester United í kvöld í síðasta leiknum í áttundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. 20. október 2014 21:25 Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Sjá meira
Van Gaal: Vorum að spila okkar besta leik á tímabilinu Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, sá sína menn lenda tvisvar undir á móti West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en landi hans Daley Blind tryggði liðinu 2-2 jafntefli þremur mínútum fyrir leikslok. 20. október 2014 21:34
Daley Blind tryggði United eitt stig á móti WBA - sjáið mörkin West Bromwich Albion og Manchester United gerðu 2-2 jafntefli á Hawthorns í kvöld í lokaleik áttundu umferðar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 20. október 2014 18:30
Marouane Fellaini: Þetta voru ekki góð úrslit Marouane Fellaini kom inn á sem varamaður og skoraði fyrra mark Manchester United í 2-2 jafntefli á móti West Bromwich í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 20. október 2014 21:58
Berahino: Ég læt fótboltann minn um það að tala Saido Berahino skoraði seinna mark West Bromwich Albion í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Manchester United í kvöld í síðasta leiknum í áttundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. 20. október 2014 21:25