Erlent

Leitarskipum siglt til hafnar en leit heldur áfram

Atli Ísleifsson skrifar
Leitin í skerjagarðinum hefur nú staðið í sex daga.
Leitin í skerjagarðinum hefur nú staðið í sex daga. Vísir/AFP
Leit sænska hersins sem staðið hefur í skerjagarðinum fyrir utan Stokkhólm í sex daga er nú komin á annað stig. Háþróuðum leitarskipum sjóhersins hefur verið siglt til hafnar, en leitin heldur þó áfram á landi og í lofti.

Erik Lagersten, yfirmaður upplýsingamála sænska hersins, segir að þetta þýði ekki að verið sé að draga úr leitinni. „Aðgerðin stendur enn yfir. Við vinnum að því að safna upplýsingum um hvað á sér stað undir sjávaryfirborðinu.“

Fulltrúar hersins héldu fréttamannafund utandyra í höfninni í Berga, nokkru suður af Stokkhólmi, í hádeginu þar sem nokkur herskipanna liggja nú við akkeri. Lagersten segir viðbúnað enn vera mikinn og að áhafnir verði áfram um borð þar til fyrirmæli um annað verða gefin.


Tengdar fréttir

Kafbáturinn enn ófundinn

Sænski herinn leitar enn að mögulegum kafbát í skerjagarðinum fyrir utan Stokkhólm en nú eru sex dagar liðnir frá því leitin hófst.

Hafna fullyrðingum um kafbát í vanda

Leit sænska sjóhersins að kafbáti í sænska Skerjagarðinum hefur engan árangur borið. Talið er að kafbáturinn sé rússneskur og eigi við einhvers konar vélarbilun að stríða en Rússar vísa þessum fullyrðingum á bug.

Leitin skilar litlum árangri

Sænski herinn hélt í gær áfram að leita að óþekktu neðansjávarfarartæki í sænska skerjagarðinum úti fyrir Stokkhólmi. Grunur hefur beinst að Rússum, en engar staðfestingar fengist á neinu frekar en fyrri daginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×